Í áfanganum er lögð áherlsa á að nemendur auki þekkingu og skilning á umhverfi sínu og áhrifum mannsins á náttúruna og sjálfbærni í nútíma þjóðfélagi. Að nemendur þjálfist í að nota upplýsingar á gagnrýninn hátt. Nemendur kynnist grunnþáttum og hugtökum náttúruvísindagreina og hvernig þær tengjast daglegu lífi. Þeir þroski með sér vitund á landnýtingu, nýtingu sjávar og umhverfisvænni orkuöflun. Nemendur geri sér grein fyrir mikilvægi auðlinda og umgangist þær af virðingu.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
nánasta umhverfi sínu
áhrifum mannsins á náttúruna
helstu hugtökum náttúruvísinda
mikilvægi sjálfbærni í samfélagi sínu
auðlindanýtingu og umhverfisvænni orkuöflun
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
afla sér upplýsinga um umhverfi sitt
meta upplýsingar á gagnrýninn hátt
nota hugtök náttúruvísinda í daglegu lífi
miðla upplýsingum og skoðunum í ræðu og riti
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
miðla hæfni sinni á skapandi hátt
bera virðingu fyrir skoðunum og lífsgildum annarra
sýna jákvæða og uppbyggilega félags- og samskiptahæfni
vera virkur og ábyrgur þátttakandi í lýðræðissamfélagi
vera meðvitaður um margvíslegar auðlindir náttúrunnar og geta tekið afstöðu til skynsamlegrar nýtingar þeirra
skilja hvernig vistkerfi jarðar setur manninum takmarkanir
metið gildi upplýsinga um umhverfi og náttúru á gagnrýninn hátt
sýna skilning og virðingu á umhverfi sínu og náttúru
geta tjáð sig í ræðu og riti á skýrann hátt
geta nýtt sér margvíslega tækni í þekkingarleit
þekkja stöðu Íslands í umhverfismálum
Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.