Unnið verður með Norðurlöndin og önnur Evrópulönd. Fjallað um séreinkenni hvers lands, s.s. helstu borgir, atvinnuvegi og sögufræga staði. Einnig verða sameiginlegir þættir landanna skoðaðir ásamt því hvað gerir þau ólík.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
löndum sem tilheyra Evrópu
helstu höfuðborgir
helstu kennileitum í Evrópu
vinsælum ferðamannastöðum á Norðurlöndum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
greina á milli landa sem tilheyra Evrópu
leita sér upplýsinga
setja sig í spor ferðamanns og ferðast á hina ýmsu staði
þekkja ýmsa ferðmöguleika til annara landa
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
taka þátt í umræðum um Evrópulöndin
lesa í og/eða nýta sér mismunandi upplýsingar í umhverfinu
auka trú á eigin getu
bera virðingu fyrir mannréttindum og jafnrétti
tengja þekkingu sína við daglegt líf
Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.