Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1507997424.63

    Samfélagsfræði - þjóðfélagsfræði
    FÉLA1ÞJ02
    19
    félagsfræði
    Þjóðfélagsfræði
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    AV
    Unnið verður með mikilvægi þess að nemendur verðir virkir þátttakendur í lýðræðislegu samfélagi í samræmi við réttindi sín, skyldur og ábyrgð. Lögð áhersla á að nemendur geri sér grein fyrir sérkennum íslensks samfélags, heimabyggðar sinnar jafnt sem þjóðfélagsins í heild og hvað það er að vera hluti af alheimssamfélaginu.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • um mikilvægi þess að vera virkur þátttakandi í lýðræðislegu samfélagi
    • þekki uppbyggingu á lýðræði
    • á skyldum sínum og ábyrgð
    • mannréttindum og jafnrétti
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • mynda sér skoðanir
    • taka þátt í samræðum, færa rök fyrir máli sínu og virða skoðanir annarra
    • setja sig í spor annarra
    • nýta sér margvíslega tækni í þekkingarleit
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geta átt jákvæð og uppbyggileg samskipti við annað fólk
    • að bera virðingu fyrir lífsgildum, mannréttindum og jafnréttindi
    • tekur ábyrga afstöðu til eigin velferðar
    • geta verið virkur og ábyrgur borgari í nær og fjær samfélagi
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.