Kynning á íslensku samfélagi í víðu samhengi s.s. sögu lands og þjóðar, uppbygging þjóðfélagsins og stöðu landsins í alþjóðasamfélaginu.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
nærumhverfi sínu
íslenskri menningu og samfélagi
samfélagslegum gildum, siðgæði, mannréttindum og jafnrétti
hvernig íslenskt umhverfi tengist öðrum þjóðum í alþjóðlegu samhengi
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
leita sér upplýsinga
taka þátt í samræðum og tjá skoðanir sínar
virða skoðanir annarra
umgangast umhverfi sitt af virðingu
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
auka trú á eigin getu
bera virðingu fyrir mannréttindum og jafnrétti
tengja þekkingu sína við daglegt líf
vera virkur og ábyrgur þjóðfélagsþegn
Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.