Saga með áherslu á menningar og samfélagssögu Íslands
SAGA1ÝM03
23
saga
Ýmislegt úr mannkynssögunni og sögu Íslands
Samþykkt af skóla
1
3
AV
Áfanginn miðar að því að nemendur fræðist um hvernig ýmislegt í menningunni og samfélaginu hefur þróast og breyst á sl. 50 árum. Fjallað verður um ýmsa atburði og staði, sögufrægar persónur, breytta lífshætti, tækniframfarir og aukna þekkingu á ýmsum sviðum.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
þróun og breytingum samfara aukinni menntun
þróun og breytingum samfara aukinni tækni
ýmsum atburðum sem gerst hafa og hafa haft áhrif á land og þjóð
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nýta sér bókasöfn og tækni í upplýsingaleit
tjáð skoðanir sínar, hlusta á og ígrunda skoðanir annarra
eiga jákvæð samskipti og samstarf við aðra
nýta sér fjölbreyttari orðaforða
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
tileinka sér jákvætt hugarfar og víðsýni
auka trú á eigin getu
tengja þekkingu sína við daglegt líf
bera virðingu fyrir mismunandi lífsgildum, mannréttindum og jafnrétti
Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.