Áfanginn er ætlaður nemendum á starfsbraut sem taka áfanga á öðrum brautum. Lögð er áhersla á að auka ábyrgð nemenda á eigin námi og framvindu og efla þar með þátttöku þeirra í skólastarfi. Nemendur fá leiðsögn og aðstoð við námið og að fara eftir kennsluáætlunum.
Engar, en nemandi þarf að vera skráður í áfanga utan starfsbrautar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mikilvægi þess að vera virkur þátttakandi í skólasamfélaginu
mikilvægi þess að bera ábyrgð á eigin námi
mikilvægi þess að stunda námið að alúð og fara eftir kennsluáætlunum
þeim reglum sem að gilda í skólanum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
bera ábyrgð á eigin námi
fylgjast með framvindu eigin náms
fara eftir kennsluáætlunum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
verða öruggari gagnvart námi sínu og starfi í skólanum
hafa yfirsýn yfir heimanám og verkefni
Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.