Farið er í undirstöðuatriði forritunar með myndrænum notendaskilum. Nemendur fá að kynnast mismunandi aðferðum við myndræna framsetningu á forritum. Haldið verður áfram að kenna grunnatriði forritunar, s.s. strengjavinnslu, slaufur, skilyrðissetningar og skráarvinnslu. Nemendur vinna verkefni þar sem þeir hanna og búa til skjámyndir og forrita virkni þeirra. Kennd eru öguð og viðurkennd vinnubrögð við greiningu og hönnun tölvuforrita.
Námið nýtist sem góður undirbúningur fyrir frekara nám í forritun. Kennslan byggist einkum á verkefnavinnu nemanda og skilum á verkefnum.
FORR1GR05 eða sambærilegur áfangi
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
uppbyggingu forrita með myndrænum notendaskilum
texta- og strengjavinnslu
skráarvinnslu
greiningu forrita með myndrænum notendaskilum
hönnun forrita með myndrænum notendaskilum
skilyrðissetningum
slaufum
villugreiningu forrita
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
hanna myndræn notendaskil
forrita myndræn notendaskil
að vinna með flóknari skipanir í forritun
vinna með inntak og úttak í forritum með myndrænum notendaskilum
að finna villur í forritum og laga þær
að setja upp forrit á læsilegan hátt með góðum skýringartexta
nota öguð og vönduð vinnubrögð
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
hanna og skrifa forrit sem er með myndrænt notendaviðmót
lesa gögn úr skrám og nota í forriti
nota slaufur og skilyrðissetningar
vinna með texta og textastrengi
taka tilbúið forrit og skýra út virkni þess línu fyrir línu
villugreina og laga forrit
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.