Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1508253994.71

    Grunnteikning
    GRTE2FY05
    2
    grunnteikning
    Flatarteikning, fallmyndun og útflatningar
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur öðlist áframhaldandi almenna þekkingu og þjálfun í teiknifræðum. Áfanginn skiptist í þrjá megin þætti: Flatarteikningu, fallmyndun og yfirborðsútflatninga og fríhendisteikningu. Í áfanganum er gert ráð fyrir að nemendur öðlist frekari færni í meðferð og notkun mæli- og teikniáhalda, myndrænni vinnu með viðfangsefni starfsgreina, þjálfist í lestri og gerð vinnu-teikninga, fríhendisrissteikninga, gerð flatarmynda og útflatninga. Áfanginn er undirbúningur fyrir fagbundið nám í teiknifræðum.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • notkun teikni- og mæliáhalda
    • upplýsingamiðlun með tæknilegum teikningum
    • gerð einfaldra tvívíðra fríhendisteikninga
    • gildi frumforma fyrir teikningu og mótun viðfangsefna faggreina, svo sem á sviði hönnunar og iðngreina
    • lestri teikninga
    • teikningu yfirborðsútflatningsmynda af reglulegum rúmfræðilegum frumformum og sneiðskorningum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa og teikna fallmyndir af reglulegum rúmfræðilegum frumformum og sneiðskorningum með sérstöku tilliti til greiningar og myndunar raunstærða á línum og flötum
    • skipuleggja, árita og ganga frá tæknilegum teikningum og miðla upplýsingum á skilvirkan hátt
    • setja út og teikna flatarfræðileg form og tvívíðar vinnufyrirmyndir
    • efla formskyn sitt
    • hugsa af nákvæmni um og vinna myndrænt með viðfangsefni starfsgreina, svo sem á sviði hönnunar og iðngreina
    • mæla upp einfaldan hlut og yfirfært í annan mælikvarða á hornréttri fallmynd
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • fá almennan undirbúning fyrir fagbundið teikninám og annað fagnám, svo sem á sviði hönnunar og iðngreina
    • hafa gott vald á skipulagningu vinnublaðs, áritun með teikniskrift og frágangi flatarteikninga þannig að vinna megi eftir þeim
    • geta teiknað fríhendis tvívíðar útlínumyndir eftir einföldum fyrirmyndum sem horft er á úr fjarlægð á vinnublöð, án annarra mæli- og hjálpartækja en sjón- og blýantsmælingar
    • nýta kunnáttu í starfi
    • fara í áframhaldandi nám í teiknifræðum
    Mælt er með því að lokamat byggi á verkefnavinnu og skyndiprófum u.þ.b. 40% og lokaprófi 60%. Miðað er við að lokanámsmat byggi að stofni til á sjálfstæðri og óháðri vinnu nemenda. Jafna má vægið milli frammistöðu á önn og lokaprófs í þeim tilvikum þar sem gerðar eru meiri kröfur til sjálfstæðis í námsvinnu nemenda en gert er að jafnaði.