Meginefni áfangans er mannslíkaminn í heild sinni. Öll helstu líffærakerfi mannsins eru tekin fyrir; taugakerfi, innkirtlakerfi, loftskiptakerfi, hringrásarkerfi, meltingarfærakerfi, þveitikerfi, skynkerfi, stoðkerfi og æxlunarfærakerfi. Einstök líffæri eru skoðuð innan hvers líffærakerfis með áherslu á staðsetningu, gerð og virkni og starfsemi hvers þeirra tengd við önnur líffæri og líffærakerfi.
Aðaláhersla áfangans er á lífeðlisfræði mannsins, þó nokkur dæmi séu tekin hjá öðrum dýrategundum til samanburðar.
LíFF1GL05 og EÐLI2A05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hvaða líffæri raðast saman innan hvers líffærakerfis
staðsetningu og stærð líffæra í líkamanum
helstu vefjagerðum líffæra
eðlilegri virkni hvers líffæris
samstarfi og samhæfingu líffæra
samvægi innan líkamans
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
þekkja líffæri hvers líffærakerfis
staðsetja hvert líffæri innan mannslíkamans
tengja vefjagerðir líffæra við starfsemi þeirra
greina óeðlilega starfsemi líffæra frá eðlilegri
þekkja ýmsa innri og utanaðkomandi áhrifavalda á starfsemi líffæra
skilja hvernig hvert líffæri er líkamanum nauðsynlegt til að mynda heild sem virkar eðlilega
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skilja tengsl einstakra líffæra og líffærakerfa
átta sig á staðsetningu og tengslum líffæra
átta sig á þegar að starfsemi einstakra líffæra verður óeðlileg
gera sér grein fyrir hvaða afleiðingar óeðlileg starfsemi líffæra hefur á önnur líffæri og líkamann í heild sinni
geta nýtt sér þekkingu sína í daglegu lífi
Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá