Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1508685525.37

    Listir með áherslu á tónlist og dans
    TÓNL1DS02
    3
    tónlist
    Tjáning í gegnum leik-, dans- og sönglist
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    Fjallað verður um ýmis hljóðfæri í máli og myndum og hlustað á tóndæmi sem tengjast efninu. Þekkt sönglög verða valin og sungin og nemendur skapa eigið lag sungið eða leikið. Kynntir verða vinsælir söngleikir eða leikhúsverk þar sem tónlist er í stóru hlutverki og sagt frá tónlistarmönnum sem notið hafa mikilla vinsælda og tónlist þeirra og textar skoðaðir. Sungin verður fjölbreytt tónlist í hópi og ýmsir tónlistarmiðlar skoðaðir.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mismunandi hljóðfærum og notkun þeirra
    • uppbyggingu mismunandi hljómsveita
    • mikilvægi þess að læra texta
    • mikilvægi hlustunar og tjáningar
    • að tjáningarform eru mismunandi
    • mikilvægi tjáningar og framsagnar
    • geta upplifað fordómalaust t.d. tóndæmi, leikverk og kvikmyndir
    • geta tekið þátt í umræðum, myndað sér skoðun og tjáð hana
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • syngja eða tjá sig og finna áhugasvið innan tónlistar
    • koma skoðunum sínum á framfæri og taka þátt í umræðum
    • nýta sér styrkleik sína til tjáningar
    • þekkja ýmsar stefnur í tónlist
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geta hlustað án fordóma á ýmis tóndæmi
    • geta tjáð öðrum áhugasvið sín varðandi tónlist
    • geta nýtt sér fjölbreytta miðla til að nálgast efni
    • vinna í teymi og átta sig á mikilvægi skipulagðra vinnubragða
    • gera sér grein fyrir mikilvægi skapandi hugsunar
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.