Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1508688669.12

    Skilningur á uppbyggingum véla, virkni hluta og bilanir
    VÉVI1VV02
    1
    Vélvirkjun á starfsbraut
    vélar og viðhald
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    AV
    Í þessum áfanga fá nemendur að kynnast undirstöðuatriðum á sviði véla og viðhalds þeirra. Ýmsum undirstöðuatriðum og grundvallaratriðum er varða hin ýmsu kerfi margvíslegra véla. Nemendur taka í sundur og setja saman ýmsa hluti er tengjast vélinni með aðstoð kennara. Heimsóttir verða vinnustaðir þar sem nemendur fá að kynnast fjölbreyttri starfsemi málm og véltæknigreina.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • uppbyggingu véla og samsetningu vélahluta
    • mismunandi vélategundum
    • helstu viðhaldsmálum véla
    • mikilvægi vandvirkni
    • öryggismálum tengdum vélum og verkstæðum
    • meta og forðast mögulegar hættur í umhverfinu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • taka helstu vélahluti í sundur og setja saman aftur
    • átta sig á algengum bilunum véla og hvað þarf til viðhalds
    • meta og forðast mögulegar hættur í umhverfinu
    • nota þann öryggisbúnað sem þarf til að forðast slys
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja í hverju viðhald véla liggur
    • leggja mat á hættur í umhverfinu
    • nota persónuhlífar og öryggisbúnað sem til er ætlast
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.