Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1508756876.53

    Stærðfræði - Fornám B
    STÆR1FB05
    None
    stærðfræði
    B hluti, fornám
    í vinnslu
    1
    5
    Í áfanganum er farið í einfalda algebru og léttar jöfnur. Unnið er með léttar stæður og jöfnur. Farið verður í rúmfræði og unnið með flatarmál, ummál og rúmmál einfaldra flata og strendinga. Breytingar á milli eininga í SI kerfinu. Að lokum er farið í pýþagróarsareglu og ferningsrót.
    STÆR1FA05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • undirstöðuatriðum í algebru og jöfnureikningi
    • hugtökunum; flatarmál, rúmmál, ummál og yfirborð
    • metrakerfinu
    • hugtökunum; hringur, radíus, þvermál og ummál hrings
    • Pýþagórasarreglunni og notkun hennar
    • hornasummu þríhyrnings, topphorni, grannhorni og hornum við samsíða línur
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • einfalda stæður og leysa léttar jöfnur
    • margfalda inn í sviga og taka út fyrir sviga
    • einangra bókstaf út úr þriggja stafa bókstafajöfnu
    • reikna flatarmál og ummál þríhyrninga og ferhyrninga
    • reikna rúmmál og yfirborð ferstrendinga
    • breyta á milli eininga í SI-kerfinu
    • vinna með Pýþagrosarreglu
    • nota hornasummu þríhyrnings til að finna horn
    • nota reglur um topphorn, grannhorn og horn við samsíða línur
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra hugmyndir sínar og verk
    • átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu stærðfræðilegra hugmynda og viðfangsefna
    • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu til notkunar í áframhaldandi námi
    • takast á við stærðfræðileg verkefni í daglegu lífi með opnum og jákvæðum huga
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá.