Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1508756932.85

    Verkleg matreiðsla
    VMAT1IB05
    1
    Verkleg matreiðsla, heitur matur
    VMAT
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í áfanganum er farið í grunnmatreiðsluaðferðir, steikingu og suðu. Þekkja og geta nýtt öll helstu tæki í eldhúsi. Að nemandi þekki öll helstu soð og þá verkferla sem snúa að soðgerð. Í áfanganum er farið í gegnum innra eftirlit þar sem er tekið er á móti vörum og skráningu fyrir þeim. Nemendum er fylgt eftir í persónulegu hreinlæti og klæðarburði sem hentar hverju sinni. Einnig er lögð áhersla á frágang á matvælum og matvælaöryggi.
    Grunnskólapróf, námssamningur í matreiðlsu.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • almennum reglum við vörumótöku og frágang matvæla
    • öllum helstu tæki og handverkfæri í eldhúsi
    • helstu soðum og þá verkferla sem snúa að soðgerð
    • megin matreiðsluaðferðir með tilliti til hráefnis
    • personulegt hreinlæti
    • þekki umgengnisreglur í vinnslueldhúsum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • taka á móti vörum
    • ganga frá vörum eftir faglegum hefðum
    • undirbúa vinnuaðstöðu
    • laga helstu soð
    • beita sértækum vinnubrögðum, verkfærum og tækjum
    • ganga frá eldhúsi samkvæmt faglegum og/eða stöðluðum hefðum/kerfum, HACCP og gátlistum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skipuleggja, útfæra og framkvæma grunnþætti í soðgerð
    • geta skipulagt vinnusvæði og framreiðsluferla með tilliti til þess hvert tilefnið er
    • þróa kunnáttu og leikni í grunnmatreiðsluaðferðum
    • samþætta notkun tækja, áhalda, hráefnis- og verkferla í eldhúsi