Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1509119247.45

    Eðlisvísindi, byrjunaráfangi
    EVÍS1GR05(MA)
    1
    Eðlisvísindi
    Eðlisvísindi, byrjunaráfangi
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    MA
    Helstu markmið áfangans eru að nemendur kynnist fyrirbærum sem eðlis- og efnafræðin fást við, lögmálum sem þau hlíta og geti yfirfært þekkingu sína á þessum greinum á umhverfi sitt og umhverfisþætti. Einnig að þjálfa nemendur í vinnubrögðum sem einkenna vísindalegar rannsóknir. 
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • vísindum og vísindagreinum
    • hraða, hröðun, krafti og massa, orku, þrýstingi, vinnu og afli
    • orkubúskap jarðar
    • orkuframleiðslu
    • orkubylgjum og rafsegulrófinu
    • hamskiptum og hamskiptaorku
    • umhverfisáhrifum og loftslagsbreytingum
    • helstu frumefnum og efnasamböndum
    • lotukerfinu og þeim hugtökum sem tengjast því
    • efnahvörfum og efnatengjum
    • sýrustigi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota einingakerfið
    • nota forskeyti
    • nota einfaldar formúlur og leysa úr þeim
    • fara eftir fyrirmælum við gerð tilrauna
    • nota lotukerfið
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geta unnið með mælieiningar og notað forskeyti
    • leysa einföld eðlisfræðidæmi tengd hreyfingu og krafti
    • teiknað einfalda mynd af atómi og geta raðað öreindum á rétta staði
    • stilla efnajöfnur
    • geta yfirfært þekkingu sína á daglegt líf
    Áfanganum er skipt í tvær lotur, eðlis- og efnafræðilotu. Námsmatið er í formi símats þar sem nemendur skila vinnubók, gera tilraunir og taka hlutapróf. Nánari lýsingu á námsmati er að finna í námsáætlun áfangans.