Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1509723227.62

    Nám og tölvur
    NÁTÖ1UT03
    1
    nám og tölvur
    tölvur og upplýsingatækni
    í vinnslu
    1
    3
    Í áfanganum eru kennd undirstöðuatriði í notkun á tölvum og upplýsingatækni. Lögð er áhersla á að nemendur læri á þau verkfæri sem notuð eru í kennslu og læri að nýta sér internetið til gagnaöflunar. Nemendur frá þjálfun í algengustu verkfærum, s.s. ritvinnslu, töflureikni og tölvupósti, meðferð heimilda, geymslu gagna, myndbandsgerð og námsumsjónakerfi skóla. Einnig er farið í samskiptareglur á internetinu.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • notagildi upplýsingatækni
    • notagildi helstu tölvuforrita
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita mismunandi hugbúnaði við miðlun á verkefnum, ritgerðum og skýrslum
    • setja fram og kynna lausnir á afmörkuðum verkefnum s.s. að reikna út kostnað, framlegð
    • gera áætlun um innkaup og setja upp súlurit
    • setja upp stærri skjöl með forsíðu, efnisyfirliti, tilvitnunum og heimildaskrá
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skipuleggja úrvinnslu verkefna sem einstaklingur eða í hóp
    • nota upplýsingatækni, tölvukunnáttu og stærðfræði til miðla skoðunum sínum og koma niðurstöðum á framfæri.
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.