Áfanginn miðar að því að nemendur læri að greina og meðhöndla flóknari rytmíska hljóma en áður, ritaða og eftir heyrn, og að þeir þjálfist í meðhöndlun þeirra og virkni. Áhersla er lögð á hlustun og greiningu í tónheyrn ásamt sértækri nálgun á hljómfræðilega þætti rytmískrar tónlistar. Nemendur þjálfast í að tileinka sér sérhæfðari orðaforða tengdan námsefninu og skulu geta tjáð hugsanir sína skýrt og óhikað hvort heldur sem er í ræðu eða riti og beita rökum máli sínu til stuðnings. Auknar kröfur eru gerðar til sjálfstæðis nemenda og ætlast er til að nemendur sýni frumkvæði og eigi auðvelt með að afla sér upplýsinga um tiltekin viðfangsefni tengd áfanganum sem og að nýta sér þau hjálpartæki sem þeir þurfa til hljóðfæraleiks/söngs, tónsköpunar og spuna.
FTÓN3RA03, Rytmísk tónfræði, hljómfræði og tónheyrn
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mismunandi notkun rytmískra hljóma eftir tónlistarmönnum og tímabilum
tengslum hljómfræðinnar við hljóðfæraleik/söng, spuna og tónsmíðar
flóknum rytmískum hljómum og notkun þeirra, sem gerir honum kleift að tileinka sér með góðu móti frekari þekkingu í áframhaldandi námi eða starfi
sérhæfðum orðaforða námsefnisins
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nota tungumál rytmískrar tónlistar á skapandi og persónulegan hátt í tónlistarflutningi og tónsmíðum
tjá sig með skýrum hætti í ræðu og riti um viðfangsefni áfangans
beita viðeigangi hjálpargögnum við hljóðfæraleik/söng og tónsköpun
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
hljómgreina flóknari rytmísk lög mismunandi tónlistarmanna
nýta sér flóknari rytmíska hljóma og tónstiga í hljóðfæraleik/söng og við tónsmíðar, á persónulegan og skapandi hátt
greina samhengi tónstiga og hljóma
útfæra undirspil og spuna á hljóðfæri sitt
semja eigin tónsmíðar og sóló
Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá