Áfanginn leggur áherslu á að auka leikni í meðferð þríhljóma, með áherslu á molltóntegundir.
Farið er í raddfærslu í hinum þremur myndum mollsins, tengsl hljóma úr þeim og hvernig raða má þeim saman. Einnig er farið í notkun díatónískra sjöundarhljóma og þar með undirbúning og lausn sjöunda, bæði í dúr- og molltóntegundum. Í tónheyrn er áhersla á tónlist í moll og byrjað er að syngja sjöundarhljóma. Einnig er farið að vinna með tvö hrynmynstur samtímis og syngja algenga tónstiga aðra en dúr og moll. Nemendur skulu hafa orðaforða og skilning til að geta tjáð sig um námsefnið í ræðu og riti. Áhersla er lögð á að nemendur þjálfi sjálfstæð vinnubrögð og tileinki sér árangursríka námstækni þar sem þeir nýta þau hjálpargögn sem aðgengileg eru með forritum, á vef eða í bókum.
Klassísk miðtónfræði og tónheyrn (M2)
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
meðferð þríhljóma í dúr og moll
tengslum hljóma úr þremur myndum mollsins og röðun þeirra
díatónískum sjöundarhljómum
hvernig undirbúningi og lausn sjöundahljóma skal háttað
öðrum algengum tónstigum en dúr og moll
orðaforða í tengslum við efni áfangans
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
meðhöndla þríhljóma í dúr og moll
raddfæra í moll
undirbúa og leysa sjöundarhljóma í dúr og moll
syngja sjöundarhljóma
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
hljómgreina algeng lög og verkefni
undirbúa og leysa sjöundarhljóma í dúr og moll
syngja beint af blaði verkefni sem hæfa áfanganum
vinna með tvö hrynmynstur samtímis
syngja tónstiga
Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá.