Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1517396964.95

    Saga klassískrar tónlistar
    TSAG1KB02
    None
    Tónlistarsaga
    Saga vestrænnar klassískrar tónlistar til ca. 1820 II
    for inspection
    1
    2
    TA
    Áfanginn miðar að því að nemendur öðlist haldgóða innsýn í sögu vestrænnar klassískrar tónlistar fram að rómantíska tímabilinu (til ca. 1820). Farið er í alla helstu strauma og stefnur og stíl þekktustu tónskálda. Hlustað er á allmörg verk eftir þau, verkin formgreind og hljóðfæranotkun skoðuð. Einnig er farið stuttlega í sögu og þróun hljóðfæra og hljómsveita í Evrópu á þessum tíma. Stiklað er á stóru í ævi helstu tónskálda sem koma við sögu. Nemendur skulu hafa orðaforða og skilning til að geta tjáð sig um námsefnið í ræðu og riti. Áhersla er lögð á að nemendur þjálfi sjálfstæð vinnubrögð og tileinki sér árangursríka námstækni þar sem þeir nýta þau hjálpargögn sem aðgengileg eru með forritum, á vef eða í bókum.
    TSAG1KA02
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Sögu vestrænnar tónlistar fram til ca. 1820
    • Straumum og stefnum í tónlist
    • Stíl ólíkra tónskálda
    • Sögu þekktustu tónskálda sem fjallað er um í áfanganum
    • Notkun hljóðfæra og sögu þeirra
    • Orðaforða í tengslum við efni áfangans
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Formgreina verk sem kennd eru í áfanganum
    • Greina á milli ólíkra stíla tónlistar
    • Leita samhengis og tengsla milli tímabila, svæða og sviða
    • Nýta sér mismunandi birtingarform tónlistarsögunnar; kennslubækur, handbækur, fræðirit, myndefni og internetið
    • Tjá sig með skýrum hætti í ræðu og riti um viðfangsefni áfangans
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Greina ólíka stíla tónlistar
    • Segja frá í ræðu og riti, helstu tónskáldum sem fjallað var um í áfanganum og þekkja helstu verk þeirra
    • Sjá tengsl tónlistarsögu við sögu heimsins
    • Leita sér frekari upplýsinga um sögu hljóðfæris síns og uppruna þess
    Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá.