Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1517404160.26

    Hljómsveit, rytmísk
    HLSV2RA02
    None
    Samspil - hljómsveit rytmísk
    Spila rytmíska tónlist með öðrum nemendum
    for inspection
    2
    2
    TA
    Áfanginn miðar að því að nemendur þjálfist í samspili, inntónun og túlkun mismunandi tónlistarstíla. Samspilskennsla tengir saman ólíka þræði rytmísks tónlistarnáms, svo sem hljóðfæranám, söng og tónfræðigreinar. Í áfanganum æfa nemendur ýmsa þætti sem víkja að færni þeirra s.s. hljóma-og nótnalestur, samstarf, spuna, túlkun og framkomu og færni á eigið hljóðfæri. Áhersla er lögð á að nemendur þjálfi sjálfstæð vinnubrögð og tileinki sér árangursríka námstækni þar sem þeir nýta þau hjálpargögn sem aðgengileg eru með forritum, á vef eða í bókum. 
    Grunnpróf á hljóðfæri eða sambærileg færni.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þeirri tækni sem þarf til að leika á hljóðfærið þau verkefni sem lögð eru fyrir í áfanganum
    • ólíkum stílum rytmískrar tónlistar
    • uppbyggingu hljómsveita og samspilshópa með ólíka hljóðfærasamsetningu
    • mikilvægi góðrar samvinnu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • leika verk í mismunandi stílum rytmískum tónlistar
    • nýta tæknilega kunnáttu sína sem best í flutningi
    • lesa nótur og hljóma frá blaði sem hæfa áfanganum
    • sjálfstæðum vinnubrögðum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geta leikið með hljómsveit ólíka stíla rytmískrar tónlistar miðað við sitt getustig
    • vinna með hljómræna, rytmíska og lagræna þætti þeirrar tónlistar sem unnið er með m.a. í tilliti til spuna
    • vinna sjálfstætt
    • geta bæði leitt og fylgt í samspili
    • stuðla að góðri samvinnu og taka tillit til annara
     Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá.