Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1517498766.91

    Hljóðfæraleikur, rytmískur
    HLFÆ2RA06
    None
    Hljóðfæraleikur, kassískur
    Auka færni og þekkingu á rytmískum hljóðfæraleik
    for inspection
    2
    6
    TA
    Áfanginn er verklegur og einstaklingsmiðaður þar sem nemandi sækir einkatíma í hljóðfæraleik og meðleik, þar sem það á við. Nemandi vinnur með fjölbreytt verkefni, lærir um mun á ólíkum stílum rytmískrar tónlistar og þjálfast í tækni, líkamsbeitingu og spuna. Nemendur þjálfast líka í að spila með öðrum, í nótna-og hljómalestri og hvað það er að vera leiðandi í tónlistarflutningi. Áhersla er lögð á að nemendur þjálfi sjálfstæð vinnubrögð og tileinki sér árangursríka námstækni.
    Miðpróf á hljóðfæri eða sambærilegt nám.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Þeirri tækni sem þarf til að leika á hljóðfærið þau verkefni sem lögð eru fyrir í áfanganum
    • Ólíkum stílbrigðum innan rytmískrar tónlistar
    • Mikilvægi góðrar samvinnu við meðleikara
    • Sögulegu samhengi verkanna sem unnið er með í áfanganum
    • Vinnubrögðum við að fullvinna verk með meðleikara
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Leika/syngja verk í mismunandi stílum rytmískrar tónlistar
    • Nýta tæknilega kunnáttu sína sem best í flutningi
    • Lesa nótur frá blaði sem hæfa áfanganum
    • Geta spunnið yfir hljómagang sem hæfir áfanganum
    • Beita líkama sem eðlilegast við flutning tónlistar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Geta greint ólíka stíla rytmískrar tónlistar
    • Sýna frumkvæði í hljóðfæratímum, í samspili og við heimanám
    • Leika verkefni áfangans á sannfærandi hátt
    • Fullvinna tónverk með meðleikara eða í samspili
    • Flytja tónlist með öðrum hljóðfæraleikurum
    Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá