Það kom upp villa
senda inn
Áfangi
Áfangi Nánari upplýsingar
Slökunaraðferðir, hugleiðslutækni, jógastöður og öndunaræfingar
Áfanginn er verklegur. Nemendur læra jógastöður, slökunaraðferðir, hugleiðslutækni og öndunaræfingar.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- jóga sem fornri og heildstæðri nálgun á heilsurækt
- nálgun jógafræða á samspil líkama, huga og tilfinninga
- eigin líkama
- mismunandi jógastöðum
- hugleiðslu
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- auka styrk og liðleika með fjölbreyttum jógastöðum
- nota jógastöður til að auka líkamlega vellíðan
- þekkja eigin líkama og mörk hans
- beita mismunandi slökunaraðferðum
- hugleiða
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- styrkja og liðka líkamann
- viðhalda og/eða bæta líkamlega og andlega heilsu
- virða líkama sinn og takmörk hans.
Leiðsagnarmat. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Engin skrifleg lokapróf.