Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1521629669.62

    Rafeindatækni 1
    REIT2AR05(AV)
    5
    Rafeindatækni
    afriðilsrásir, rafeindarásir, stýrirásir
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    AV
    Í áfanganum öðlast nemandinn haldgóða grunnþekkingu í rafeindatækni og uppbyggingu og virkni rafeindatækja og eiginleikum íhluta, hlutverki þeirra og virkni. Hann öðlast þekkingu og færni í rafeindafræðum svo hann geti skilið og reiknað einfaldar rafeindarásir. Hann fær þjálfun í að tengja og mæla afriðilsrásir og stýrirásir fyrir transistora og týristora og notkun aðgerðamagnara. Einnig þjálfun og færni í að meta ástand rafeindatækja og gera einfaldar bilanagreiningar með mælitækjum.
    RAMV1HL05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • notkun ýmissa mótstaða
    • litamerkingum til að ákveða stærð línulegra mótstaða
    • uppbyggingu þétta
    • hleðslu- og afhleðslutíma þétta
    • mun á póluðum og ópóluðum þéttum m.t.t. tenginga
    • uppbyggingu díóða, vinnumáta þeirra og hvernig þær haga sér í straumrás
    • hvernig á að ákvarða stærð díóða í afriðilsrás
    • samanburðarmagnara og helstu notkunarsviðum hans
    • áhrifum spanálags í afriðilsrás og geti útskýrt þau í stýrðri einfasa afriðun
    • stýrirásum fyrir týristora
    • mismun á núllstýringu og fasastýringu
    • notkun áriðunarrása í tíðnibreytum og vektorastýringum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • teikna ein- og þriggja fasa afriðun
    • viðnámsmæla transistora
    • teikna og útskýra rás fyrir hálfbylgju- og heilbylgjuafriðun án og með síuþétti
    • teikna afriðuðu spennuna fyrir og eftir tengingu þéttisins
    • teikna magnararás með einum transistor fyrir jafnstraum og útskýra vinnumáta hennar
    • kanna ástand framangreindra íhluta og meta hvort þeir eru í lagi eða ekki
    • teikna og útskýra algengar afriðilsrásir með týristorum bæði einfasa og þriggja fasa
    • teikna afriðuðu spennuna fyrir mismunandi kveikihorn stýrðu díóðunnar
    • teikna og útskýra algengar spennustýrirásir með tríökkum og teikna stýrðu spennuna fyrir mismunandi opnunarhorn tríakksins
    • teikna og útskýra einfaldar áriðunarrásir
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • útskýra vinnumáta týristora
    • útskýra tilganginn með púlsvíddarmótun
    • útskýra hugtakið straummögnun transistora
    • útskýra ein- og þriggja fasa afriðun
    • útskýra rásir sem byggjast á virkni einlags transistorsins (UJT) annars vegar og sagartannarspennu hins vegar
    • ákveða stærðir í spennugjafa, sem tekur inn riðspennu og gefur út jafnspennu, út frá gefnum forsendum
    • vinna kerfisbundið að bilanagreiningu í einföldum rafeindarásum
    • tengja og mæla afriðilsrásir og stýrirásir með transistorum og týristorum
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.