Nemandinn klippir dömuklippingu með hníf og þynnir.
Í áfanganum er unnið að því að nemandinn nái sjálfstæðum, og faglegum tökum á mótun, ísetningu og úrgreiðslu hárs. Hann lærir gerð, litun og notkun lausra hártoppa, lenginga og vinnur með þá í greiðslum. Mótar, formar og litar hárið í ákveðin form.
Ennfremur lærir hann gerð og notkun hárskrauts fyrir samkvæmis-/keppnisgreiðslur.
Verkefnin eru unnin á æfingarhöfuð.
HÁRG2FB03DH
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
ýmsum upprúllum og úrgreiðslum miðað við fyrirhugaða útkomu.
mismunandi stíl og stílbrigðum í hárgreiðslum.
áhöldum og efnum sem notuð eru við hárgreiðslur.
sígildum formum á samkvæmis-/keppnisgreiðslum.
mismunandi ísetningum hártoppa og hárskrauts.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
útfæra galagreiðslur á mismunandi vegu.
vinna og útbúa hártoppa og hárskraut.
greiða í mismunandi form.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
útfæra skapandi samkvæmisgreiðslur með hliðsjón af formi, áferð, uppbyggingu og samræmingu hárskrauts og toppa.
ná grunnhæfni í hönnun og útfærslu samkvæmisgreiðslna sem nýst gæti til frekari þjálfunar fyrir keppnir auk annarra þátta hárgreiðslu.
ganga vel um vinnusvæði, gæta öryggis og hreinlætis.