Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1523616287.49

    Fisktækni 1
    FIST1AF05
    7
    Fisktækni
    Afurðir og framleiðsluferli
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Nemendur kynnast framleiðsluferlum fiskafurða frá afla til afurða, afurðanýtingu og tengslum gæða og markaða. Þeir kynnast hráefninu, mismunandi vinnsluaðferðum og nauðsynlegu hreinlæti með samblandi af vettvangsheimsóknum og bóklegu námi. Þeir kynnast hugmyndum um og læra að gera greinarmun á heilsusamlegu og heilsuspillandi náms- og starfsumhverfi og hugi að áhrifum þess á eigin heilsu og starfsánægju. Hugmyndafræði sjálfbærni fiskistofna er kynnt.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu tegundum nytjafiska
    • mismunandi vinnsluaðferðum
    • afurðanýtingu
    • tengslum gæða og markaða
    • nauðsynlegu hreinlæti í fiskvinnslu
    • mikilvægi heilsusamlegs starfsumhverfis
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina milli helstu tegunda nytjafiska
    • blóðga, slægja og ganga frá fisk til geymslu
    • skilja áhrif gæða og markaðar á fiskverð
    • fylgja verklagsreglum varðandi hreinlæti og þrif
    • greina hvort starfsumhverfi sé heilsusamlegt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna í fiskvinnslu
    • skilgreina og útskýra tengsl meðferðar hráefnis, gæða og markaðshæfni afurða
    • taka ábyrga afstöðu til hreinlætis og umgengni í fiskvinnslu
    • vera vakandi fyrir umhverfi sínu og leggja sitt að mörkum til úrbóta, sjálfum sér, samstarfsfólki og fyrirtæki til hagsbóta
    Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.