Markmið áfangans er að styrkja nemendur í stjórnun, lögð er áhersla á mikilvæga og hagnýta þætti nútímalegrar stjórnunar þar sem nemandinn lærir að laða fram það besta í hverjum og einum starfsmanni og vera trúverðugur leiðtogi. Skoðaðar eru aðferðir við ráðningar, móttöku og þjálfun starfsmanna og lögð áhersla á að nemendur æfi sig í að nýta endurgjöf og hvatningu til að efla undirmenn sína. Farið er yfir árangursríkar leiðir til að takast á við erfið mál s.s. samskiptavanda, agamál og óánægju. Lögð er áhersla á mikilvægi samskipta og tillitsemi á fjölmenningarlegum vinnustað
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mikilvægum og hagnýtum þáttum í stjórnun
hvernig hægt sé að laða fram það besta hjá starfsmönnum
aðferðum við ráðningu, móttöku og þjálfun starfsmanna
leiðum til að takast á við erfið mál, t.d. samskiptavanda, agamál og óánægju
mikilvægi samskipta og tillitsemi á fjölmenningarlegum vinnustað
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
vera góður, sjálfsöruggur stjórnandi
beita endurgjöf og hvatningu til þess að efla undirmenn sína
takast á við erfið mál er komið geta upp á vinnustað
sjá fyrir og takast á við áskoranir sem tengjast fjölmenningarlegu umhverfi
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
takast á við hlutverk sitt sem stjórnandi af öryggi og festu
vera betri stjórnandi en áður
beita viðeigandi aðferðum við stjórnun á vinnustað
taka á móti og þjálfa nýtt starfsfólk
vera lipur í samskiptum og takast á við allar þær áskoranir sem upp geta komið á fjölmenningarlegum vinnustað
Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.