Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1523619028.52

    Rekstur fiskvinnslu, lokaverkefni
    FIST2RF06
    7
    Fisktækni
    Rekstur fiskvinnsla
    Samþykkt af skóla
    2
    6
    Í áfanganum er fjallað um rekstur sjávarútvegsfyrirtækja og umhverfi þeirra. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist yfirsýn yfir sjávarútvegsfyrirtæki sem skipulagsheild og hvernig þau þrífast í samkeppni við önnur sjávarútvegsfyrirtæki. Nemendur fara yfir það hvernig stofna á fyrirtæki, hvaðan fjármagn fæst og hvað þarf að íhuga við stofnun sjávarútvegsfyrirtækja.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • stofnun sjávarútvegsfyrirtækja
    • markaðsetningu og markhópi
    • framleiðsluþáttum
    • stjórnun, rekstri og starfsmannamálum
    • helstu rekstrarformum
    • tengingu hráefnis og nauðsynlegs vélabúnaðar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna saman í hóp og finna lausnir í sameiningu
    • gera markaðs- og fjárhagsáætlun fyrir sjávarútvegsfyrirtæki
    • skilja samspil ákvarðana um hráefni á vélabúnað og mögulega markaði
    • þekkja mismunandi rekstrarform sjávarútvegsfyrirtækja
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • gera áætlun um stofnun sjávarútvegsfyrirtæki
    • sjá fyrir þau vandamál sem geta komið upp við stofnun fyrirtækis og leysa þau
    • vinna markaðs- og fjárhagsáætlanir fyrirtækis
    • kynna vinnu sína og rökstyðja þær ákvarðanir sem teknar voru
    Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.