Farið yfir öryggisbúnað, m.a. loftpúða og beltastrekkjara og þægindabúnað í ökutækjum sem jafnframt er staðalbúnaður. Búnaðurinn skoðaður í ökutækjum með tilvísun í upplýsingar framleiðenda. Nemendur velja sér búnað sem þeir gera sérstaka grein fyrir í verkefni. Áhersla á snyrtilega umgengni um ökutæki sem eru til viðgerðar og hvaða afleiðingar yfirsjónir viðgerðamanna geta haft á þeirra eigin öryggi í vinnu við öryggisbúnað, akstursöryggi og viðgerðakostnað. Sérstök áhersla er lögð á hættur af umgengni við öryggis- og verndarbúnað með sprengihleðslu, ss púða í stýri, mælaborði og í hliðum farþegarýmis og öryggisbeltum. Áherslur í námsefni breytast eftir því hvort nemendahópurinn er bifvélavirkjar eða bifreiðasmiðir.
BVÝB2BB03
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
kröfum um öryggisbúnað í reglugerð um gerð og búnað ökutækja
hættum sem stafa af rangri umgengni um öryggisbúnað
virkni þægindabúnaðar í nýjum bifreiðum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skoða og prófa öryggisbúnað
gera við öryggisbúnað innan þeirra marka sem framleiðendur ætla almennum viðgerðamönnum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
lýsa virkni eftirtalins búnaðar: þægindabúnaðar, höggvörum, öryggisbeltum, loftpúðum, barnastólum, samlæsingum, rafknúnum rúðuvindum, þjófafælum, rafhituðum rúðum og útispeglum, rafstilltum útispeglum, mælum og gaumljósum, mælaborðslýsingu, innilýsingu, ræsihindrun í sjálfskiptingu og öðrum ræsihindrunum
Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.