Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1525441443.59

    ENSK3BM05(31)
    None
    enska
    bókmenntir, málsaga
    í vinnslu
    3
    5
    31
    Auknar kröfur eru gerðar til sjálfstæðis nemenda í námi og hæfileika þeirra til að koma þekkingu sinni skýrt og greinilega frá sér í ræðu sem og riti. Ætlast er til að nemendur sýni frumkvæði í að afla sér upplýsinga um tiltekin viðfangsefni tengd áfanganum sem og að nýta sér þau hjálpartæki sem þeir þurfa til ritunar og skilnings. Áfanginn miðar að því að nemendur verði vel læsir á flóknari texta en áður og að þeir þjálfist í að tileinka sér sérhæfðari orðaforða tengdan bókmenntum og ýmsum fræðigreinum. Nemendur skulu geta tjáð hugsanir sína skýrt og óhikað hvort heldur sem er í ræðu eða riti. Bókmenntir og menning hins enskumælandi heims eru meginviðfangsefni áfangans. Lögð er áhersla á að kynnast menningu og sögu landa sem hafa ensku að móðurmáli.
    ENSK2BO05(21)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu tímabilum í sögu enskra bókmennta
    • orðaforða í ræðu og riti sem gerir honum kleift að tileinka sér innihald lesefnis á ensku í áframhaldandi námi eða starfi
    • helstu menningasvæðum þar sem tungumálið er notað sem móðurmál eða fyrsta mál
    • ólíkum viðhorfum og gildum og hvernig þau móta menninguna í þeim löndum þar sem tungumálið er notað
    • sögu og menningu á helstu málsvæðum enskunnar.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa sér til fróðleiks og ánægju texta sem gera miklar kröfur til lesandans, bæði hvað varðar orðaforða og uppbyggingu
    • nota tungumálið á sveigjanlegan og árangursríkan hátt í samræðum
    • beita ritmálinu í mismunandi tilgangi, fræðilegum og/eða persónulegum, með stílbrigðum og málsniði sem við á
    • greina sögulegt, félagslegt, menningarlegt eða pólitískt samhengi í texta
    • skilja þegar fjallað er um flókið efni.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • beita málinu af lipurð og kunnáttu til að geta tekið fullan þátt í umræðum og rökræðum
    • flytja vel uppbyggða frásögn, kynningu eða greinargerð, draga fram aðalatriði og rökstyðja mál sitt
    • beita rithefðum sem við eiga í textasmíð
    • átta sig á málfarsmun, mismunandi málsniði og stíl í töluðu máli og undirliggjandi merkingu, viðhorfum og tilgangi þess sem talar
    • hagnýta sér fræðitexta og meta heimildir á gagnrýninn hátt
    • tjá tilfinningar á skapandi hátt og beita stílbrögðum, t.d. myndmáli og líkingamáli.
    Í áfanganum er gert ráð fyrir leiðsagnarmati sem felst í því að nemandinn fái með skipulegum og reglulegum hætti upplýsingar frá kennara um hvernig hann stendur í náminu. Meðal námsmatsþátta eru ýmiss konar verkefni (bæði einstaklings- og hópverkefni, munnleg verkefni og skrifleg), þemaverkefni, bókmenntavinna, myndbqndsverkefni og skrifleg próf.