Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1525767611.86

    Starfsþjálfun í rafeindavirkjun 1
    STAÞ1RV20(AV)
    32
    Starfsþjálfun
    starfsþjálfun rafeindavirkja
    Samþykkt af skóla
    1
    20
    AV
    Nemanda eru kynntar öryggiskröfur á vinnustað og mikilvægt er að hann skilji mikilvægi þeirra. Honum skal gerð grein fyrir þeim hættum sem geta verið samfara vinnu við rafmagn. Nemandi öðlist reynslu í viðgerðum og viðhaldi á ýmiskonar rafeindabúnaði. Nemandi fá þjálfun í góðum frágangi og fagmannlegum vinnubrögðum. Nemandi nái tökum á og skilji virkni þeirra rása og tækja sem hann vinnur við og geti bilanagreint, skipt um íhluti og gert við. Nemandi fær þjálfun í teikningalestri og að rekja signalleiðir og beitingu mælitækja við bilanaleit og stillingu á rafeindabúnaði og þjálfist í notkun helstu handverkfæra þar að lútandi.
    Nemandi skal hafa lokið 2 önnum í grunndeild rafiðna.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægi góðs frágangs á rafeindabúnaði út frá notkunarsviðum
    • mikilvægi þols búnaðar gagnvart ytri aðstæðum
    • teikningum og teiknistöðlum í rafeindateikningum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • mæla og bilanagreina rafeindabúnað
    • gera við og ganga frá rafeindabúnaði
    • teikna og leiðrétta teikningar eftir þörfum
    • finna íhluti út frá samanburðartöflum til útskiptingar á biluðum íhlutum
    • starfa sjálfstætt og vinna með fagfólki
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • bilanagreina og lagfæra rafeinda og rafmagnsbúnað af ýmsu tagi í samvinnu við meistara
    • gera við einfaldar rafeindarásir og skipta út íhlutum
    • vinna sjálfstætt og áætla tíma verkefna
    Námsmat er höndum viðkomandi meistara.