Í áfanganum þjálfast nemendur í því að taka að sér verkefnastjórnun á vinnustað. Farið er yfir viðfangsefni mismunandi stjórnenda og skyldur og ábyrgð þeirra. Nemendur þjálfast í því að taka stjórn, eiga í samskiptum við ólíkt starfsfólk, móta stefnu og setja upp skipulag sem tekur tillit til þeirra þátta sem hafa áhrif á starfið.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
verkefnastjórnun
viðfangsefnum mismunandi stjórnenda á vinnustað
skyldum og ábyrgð stjórnenda
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
sinna starfi jafningjastjórnanda eða millistjórnanda
eiga í skilvirkum samskiptum við starfsfólk með ólíkan bakgrunn
móta stefnu og setja upp skipulag sem styður við þá stefnu
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
sinna starfi jafningjastjórnanda eða millistjórnanda farsællega
sinna skyldum og axla ábyrgð þess starfs sem honum er fólgið
eiga í árangursríkum samskiptum við starfsfólk með ólíkan bakgrunn
Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.