Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1525774327.61

    Verkefnastjórnun
    VEST2VS05
    3
    Verkefnastjórnun
    Excel, tímastjórnun, verkættir, viðburðastjórnun, áætlanagerð
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum þjálfast nemendur í því að taka að sér verkefnastjórnun á vinnustað. Farið er yfir viðfangsefni mismunandi stjórnenda og skyldur og ábyrgð þeirra. Nemendur þjálfast í því að taka stjórn, eiga í samskiptum við ólíkt starfsfólk, móta stefnu og setja upp skipulag sem tekur tillit til þeirra þátta sem hafa áhrif á starfið.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • verkefnastjórnun
    • viðfangsefnum mismunandi stjórnenda á vinnustað
    • skyldum og ábyrgð stjórnenda
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • sinna starfi jafningjastjórnanda eða millistjórnanda
    • eiga í skilvirkum samskiptum við starfsfólk með ólíkan bakgrunn
    • móta stefnu og setja upp skipulag sem styður við þá stefnu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sinna starfi jafningjastjórnanda eða millistjórnanda farsællega
    • sinna skyldum og axla ábyrgð þess starfs sem honum er fólgið
    • eiga í árangursríkum samskiptum við starfsfólk með ólíkan bakgrunn
    Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.