Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1525879251.1

    Bókmenntir og tungumál frá landnámi til siðaskipta
    ÍSLE2BÓ05(21)
    53
    íslenska
    Bókmenntir og tungumál frá landnámi til siðaskipta
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    21
    Í áfanganum er fjallað um íslenskar bókmenntir og sögu þeirra frá landnámi til siðaskipta. Nemendur fræðast einnig um orðaforða og beygingarkerfi fornmáls og öðlast þannig betri skilning á textunum og málfari þeirra. Auk þess tjá nemendur sig í ræðu og riti um fornbókmenntir, fá þjálfun í meðferð heimilda og skrifa ritgerð um efni áfangans. Áhersla er lögð á virka þátttöku nemenda í kennslustundum.
    ÍSLE2MÁ05(11).
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • skiptingu bókmenntasögunnar í tímabil skráðra og óskráðra bókmennta
    • því hvenær menn hyggja að einkum hafi verið lögð stund á hverja bókmenntagrein á tímabilinu 800-1550
    • fornum bragarháttum, a.m.k. fornyrðislagi, ljóðahætti og dróttkvæðum hætti
    • sögu helstu eddukvæða og skiptingu þeirra í goðakvæði og hetjukvæði
    • helstu persónum hetjukvæðanna, hugmyndafræði þeirra og boðskap
    • algengustu yrkisefnum dróttkvæðaskálda
    • skáldamáli dróttkvæða og eddukvæða, heitum og kenningum
    • upphafi ritmennta á Íslandi, helstu skólasetrum til forna, fræðiritum, bókagerð og varðveislu handrita
    • grundvallarhugtökum um ritverk miðalda
    • helstu sérkennum konungasagna, biskupasagna, samtíðarsagna, Íslendingasagna, Íslendingaþátta, fornaldarsagna Norðurlanda og riddarasagna
    • orðaforða, orðmyndun og nokkrum helstu beygingareinkennum fornmáls í þeim textum sem lesnir eru, t.d. beygingu nafnorða, fornafna, lýsingarorða og sagna.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa rit með fornu málfari
    • flytja fyrirlestur um efni áfangans þar sem gætt er að framkomu og framsögn
    • skrifa ritgerð á vönduðu máli um efni áfangans þar sem gætt er að samhengi í efni og meðferð heimilda
    • nota handbækur og hjálparforrit við stafsetningu, meðferð heimilda og framsetningu texta.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • taka saman nokkrar vísur eddukvæða og dróttkvæðar vísur, skilja þær og skýra vandlega og gera grein fyrir efni þeirra, heimsmynd og hugmyndafræði ...sem er metið með... verkefnum og/eða prófi
    • nýta hugtök sem varða orðaröð og setningagerð við lestur dróttkvæða ...sem er metið með... verkefnum og/eða prófi
    • lesa og skilja a.m.k. eina viðamikla Íslendingasögu og gert grein fyrir efni hennar og hugmyndaheimi ...sem er metið með... ritgerð og prófi
    • öðlast skilning á því hvaða áhrif fornbókmenntir hafa í nútímanum, t.d. á umhverfi fólks og menningu ...sem er metið með... verkefnum/fyrirlestri/ritgerð
    • tjá sig munnlega með áherslu á skýra framsögn og örugga framkomu ...sem er metið með... fyrirlestri
    • skrifa vandaðan texta þar sem samhengis í efni er gætt og heimildir eru notaðar á ábyrgan hátt ...sem er metið með... ritgerð
    • axla ábyrgð á eigin námi ...sem er metið með... stöðugu mati kennara á framkomu og frammistöðu nemanda yfir önnina
    • taka virkan þátt í kennslustundum ...sem er metið með... stöðugu mati kennara á framkomu og frammistöðu nemanda yfir önnina
    • beita lýðræðislegum vinnubrögðum í hópvinnu ...sem er metið með... stöðugu mati kennara á framkomu og frammistöðu nemanda yfir önnina
    • tjá skoðun sína á námsefni, námsmati og fyrirkomulagi kennslu ...sem er metið með... stöðugu mati kennara á framkomu og frammistöðu nemanda yfir önnina
    • tileinka sér jákvætt viðhorf til móðurmáls og eigin málnotkunar ...sem er metið með... stöðugu mati kennara á framkomu og frammistöðu nemanda yfir önnina.
    Gert er ráð fyrir leiðsagnarmati í áfanganum en það byggir á stöðugri endurgjöf kennarans um frammistöðu nemandans. Meðal námsmatsþátta verður: fyrirlestur, ritgerð, ýmiss konar verkefni (bæði munnleg og skrifleg, einstaklings- og hópverkefni), skriflegt próf í lok annar og mat á undirbúningi og þátttöku nemandans í kennslustundum á önninni.