Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1525879821.58

    Bókmenntir og bókmenntasaga eftir 1900
    ÍSLE3EE05(42)
    93
    íslenska
    Bókmenntir og bókmenntasaga eftir 1900.
    í vinnslu
    3
    5
    32
    Í áfanganum er fjallað um íslenskar bókmenntir á 20. og 21. öld í samhengi við strauma og stefnur í þjóðfélags- og menningarmálum hérlendis og erlendis á sama tímaskeiði. Nemendur kynnast helstu skáldum og rithöfundum tímabilsins, lesa verk eftir þá og reyna að átta sig á erindi þeirra við eigin samtíma og nútímann. Áhersla er lögð á virka þátttöku nemenda í kennslustundum.
    ÍSLE3BÓ05(21)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • bókmenntasögu 20. og 21. aldar
    • erlendum menningarstraumum á íslenskar bókmenntir á tímabilinu
    • helstu hugtökum sem tengjast bókmenntastefnum tímabilsins
    • helstu bragarháttum, myndmáli og stílbrögðum sem notuð voru í ljóðum á tímabilinu.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa ljóð, smásögur og skáldsögur frá tímabilinu
    • lesa upphátt eigin texta og annarra með áherslu á ólíka viðtakendur og tilefni
    • semja eigin texta með mismunandi stíl
    • greina ólíka bragarhætti og lesa úr myndmáli og stílbrögðum ljóða frá tímabilinu
    • vinna undir leiðsögn kennara að bókmenntakynningu sem felur í sér greiningu bókmenntatexta, upplýsingaöflun og lestur fræðitexta og flytja munnlega með áherslu á framkomu og framsögn
    • skrifa ritgerð sem byggist á greiningu og túlkun texta með aðstoð hugtaka úr bókmenntafræði
    • nota handbækur og hjálparforrit um stafsetningu, meðferð heimilda og framsetningu texta.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • gera sér grein fyrir hlutverki bókmennta í samfélaginu og áhrifum þeirra á einstakling og samfélag ...sem er metið með... verkefnum/fyrirlestri/ritgerð
    • gera grein fyrir nokkrum helstu höfundum og verkum tímabilsins ...sem er metið með... verkefnum/fyrirlestri/ritgerð
    • átta sig á listrænum einkennum ljóða, smásagna og skáldsagna frá tímabilinu og þeim ólíku bókmenntastefnum sem verkin tilheyra ...sem er metið með... verkefnum/fyrirlestri/ritgerð
    • greina málfarsleg áhrif mismunandi stíls og atriði sem lúta að framsetningu máls ...sem er metið með... verkefnum/fyrirlestri/ritgerð
    • tjá sig munnlega um efni áfangans með áherslu á skýra framsögn og örugga framkomu ...sem er metið með... fyrirlestri
    • skrifa vandaðan texta þar sem samhengis í efni er gætt og heimildir eru notaðar á ábyrgan hátt ...sem er metið með... ritgerð
    • axla ábyrgð á eigin námi ...sem er metið með... stöðugu mati kennara á framkomu og frammistöðu nemanda yfir önnina
    • taka virkan þátt í kennslustundum ...sem er metið með... stöðugu mati kennara á framkomu og frammistöðu nemanda yfir önnina
    • beita lýðræðislegum vinnubrögðum í hópvinnu ...sem er metið með... stöðugu mati kennara á framkomu og frammistöðu nemanda yfir önnina
    • tjá skoðun sína á námsefni, námsmati og fyrirkomulagi kennslu ...sem er metið með... stöðugu mati kennara á framkomu og frammistöðu nemanda yfir önnina
    • tileinka sér jákvætt viðhorf til móðurmáls og eigin málnotkunar ...sem er metið með... stöðugu mati kennara á framkomu og frammistöðu nemanda yfir önnina.
    Gert er ráð fyrir leiðsagnarmati í áfanganum en það byggir á stöðugri endurgjöf kennarans um frammistöðu nemandans. Meðal námsmatsþátta verður: fyrirlestur, ritgerð, ýmiss konar verkefni (bæði munnleg og skrifleg, einstaklings- og hópverkefni), skriflegt próf í lok annar og mat á undirbúningi og þátttöku nemandans í kennslustundum á önninni.