DIN skinnu, eðlisfræði íhluta, hermiforrit, rafeindarásir
Samþykkt af skóla
3
5
BV
Þessum áfanga lýkur með sveinsprófi. Hér velja nemendur sér verkefni við hæfi og hanna og smíða rafeindatæki sem hefur tiltekið hlutverk. Nemendur geta stuðst við hönnun annara hvort heldur sem er af neti, bókum eða tímaritum. Nemendur hanna heildarrrásina, kanna virkni í hermiforriti, hanna prentplötu, prenta, æta eða fræsa plötuna. Íhlutir lóðaðir á plötuna, rásin prófuð og sannreynd. Rásin þarf kassa sem nemandi smíðar úr áli, blikki eða plasti með 3D prentun. Nemendur stúdera jafnframt virkni rásarinnar og skulu geta útskýrt virkni hennar. Val á verkefni er í samvinnu við kennara og sveinsprófsnefnd. Valið miðast við vinnutíma bak við 5 einingar en æskilegt er að nemendur sýni metnað í vinnubrögðum.
SMÍV2RE05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mikilvægi vandaðrar hönnunar
þáttum sem spila inn í hönnun rása s.s. hitasveiflum, raka, iðustraumum, span og rýmdaráhrifum rása, utanaðkomandi truflunum, truflunum frá búnaði útávið.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
hanna og smíða rafeindarásir með I/O tengjum og stillingum
sannreyna virkni rása með mælitækjum og stöðluðum mælieiningum
smíða hlífar, kassa til að vernda búnað gagnvart raka, utanaðkomandi truflunum og hita.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
hanna frá grunni rafeindarás.
setja rás á prent hvort heldur sem er fyrir gegnumgangsíhluti eða yfirborðslóðaða íhluti.
sannreyna virkni rásarinnar með mælitækjum eins og sveiflusjá, tíðnigjafa og AVO mæli.
Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.