Nemandinn læri uppbyggingu á húsveitum fyrir allt að 100 A. Heimtaugum að einbýlis- og fjölbýlishúsum og helstu raflögnum og búnaði fyrir ljósa og tenglagreinar. Áhersla er lögð á kunnáttu á varnarráðstöfunum í stærri húsveitum. Farið verður í sérákvæði varðandi raflagnir í einstökum rýmum og staðsetningu á rafdreifiskápum. Sett verður upp aðaltafla, lagnir frá henni m.a. að þriggja fasa hreyfli. Gerða verða mælingar og kostnaðaráætlanir.
RALV2TF03
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
uppbyggingu og virkni varnarráðstafana
öryggismælingum á húsveitu
reglugerðarákvæðum og stöðlum varðandi neysluveitur
mismunandi lágspennukerfum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
tengja heimtaugar við húsveitur upp að 100 Amper
setja upp og tengja aðaltöflu upp að 100 Amper
tengja þriggja fasa tengla og klær
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
ákveða stærð aðaltöflu
mæla hringrásar viðnám, einangrunnarviðnám og fasaröðun
gera úttektarskýrslu
ákvarða röðun búnaðar í aðaltöflu
skila verkinu fagmannalega frá sér
Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.