Í áfanganum kynnast nemendur forritanlegum raflagnakerfum svo kölluðum heimilsistjórnarkerfum, tilgangi og möguleikum þeirra. Farið er í uppbyggingu kerfa, íhluti og virkni. Farið er skipulag við hönnun slíkra kerfa þ.e. virkniskrá kerfis, efnislista, lampaplön og undirbúning forritunar, skipulagi og forritun ljósasena. Nemendur fá þjálfun í forritun kerfa þannig að þeir geti á sjálfstæðan hátt sett upp og gengið frá slíkum kerfum til fulls og leiðbeint öðrum um notkun þeirra. Nemendur útbúa handbækur um kerfin.
RÖKV3HS05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu möguleikum forritanlegra raflagnakerfa
helstu íhlutum kerfanna og hlutverkum þeirra
helstu stýrimerkjum og lögnum milli þeirra
staðlaákvæðum er kerfin varðar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
leggja raflagnir og samskiptalagnir
tengja og ganga frá búnaði
forrita kerfi
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
velja búnað, lagnir og lagnaleiðir sem tilheyra kerfunum
tengja og skila góðum frágangi búnaðar
leiðbeina notendum um notkun kerfisins
velja efni og búnað í forritanleg raflagnakerfi
beita viðeigandi hugbúnaði til að forrita kerfi
Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.