Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1526046816.04

    Lýsingartækni
    LÝSV3LL05(AV)
    3
    lýsingartækni
    ljósgjafar, lýsingarhönnun
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    AV
    Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur tileinki sér undirstöðuþætti og frágang lýsingakerfa og nýti ákvæði reglugerða við val á mismunandi lampabúnaði með tilliti til notagildis, litaendurgjafar og endurkasts. Nemendur þjálfast m.a. í útreikningum á birtu og ljósflæði sem og kostnaði við uppsetningu og rekstur með hliðsjón af mismunandi aðstæðum og ólíkum lýsingakerfum. Þá er fjallað um hvernig stuðla megi að betri líðan manna með réttum frágangi og staðsetningu lýsingakerfa. Farið er yfir helstu atriði er varða götu- og útilýsingar. Einnig er lögð áhersla á skipulag og frágang lýsingakerfa almennt. Hugtök og reglur er varða þurra staði, raka staði, rykuga staði, íbúðarhús og atvinnuhúsnæði. Geislun, ljós og liti, ljósgjafa, optíska eiginleika, reikniaðferðir, hagnýta útfærslu og ljósmælingar. Nemendur læri að nota handbók um lýsingartækni, viðeigandi reglugerðir, ljósmælitæki, lýsingarforriti og tölvutækni.
    RAMV3RM05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mismunandi gerðum ljósgjafa með tilliti til ljósdreifikúrfa og ljósnýtni
    • mismunandi endingartíma ljósgjafa
    • beinni og óbeinni lýsingu
    • ljóslit (ljóshitastigi) og litarendurgjöf
    • almennum mælitækjum til ljósmælinga
    • að minnsta kosti einu tölvuforriti til útreikninga á lýsingarkerfi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • velja viðeigandi ljósgjafa við mismunandi aðstæður með tilliti til umhverfis, litarendurgjafar og endurkasts
    • nota sérbúin forrit til birtuútreikninga
    • reikna út birtu m.t.t. aðstæðna og mismunandi lýsingakerfa
    • reikna út kostnað við rekstur slíkra kerfa
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • útskýra heiti og hugtök er varða lýsingakerfi
    • leiðbeina við uppsetningu og frágang lýsingarkerfa þ.e. val á ljósgjöfum og lömpum.
    • nýta aðferðir við birtu- og kostnaðarútreikninga mismunandi lýsingarkerfa
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.