Annars stigs jöfnur, hnitakerfið, algebrubrot og vísisföll
STÆR2JV05(11)
104
stærðfræði
2. stigs jöfnur, hnitakerfið og algebrubrot, vísiföll
Samþykkt af skóla
2
5
11
Í áfanganum er lagður grundvöllur að skilningi á rauntalnakerfinu og fallhugtakinu ásamt góðri færni í algebru. Fjallað er um algebrubrot, annars stigs jöfnur, vísisföll, logra, föll og hnitakerfi og jöfnur og hnitakerfi.
Grunnskólapróf með hæfnieinkunnina B að lágmarki eða stærðfræðiáfangi á hæfniþrepi 1.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hornaföllum í rétthyrndum þríhyrningi
jöfnu beinnar línu
gröfum falla
annars stigs jöfnum og lausnum á þeim
veldisjöfnum og lausnum á þeim
logrum
deilingu margliða.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
reikna horn og hliðar í rétthyrndum þríhyrningum með hjálp hornafalla
stytta og leggja saman algebrubrot
beita veldareikningi og logrum
nota logra við lausn á vísisjöfnum
teikna gröf falla og lesa úr þeim
leysa annars stigs jöfnur og veldisjöfnur.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skrá lausnir sínar og vinna á skipulegan hátt ...sem er metið með... verkefnum/prófum
útskýra hugmyndir sínar og verk ...sem er metið með... verkefnum/prófum
fylgja fyrirmælum sem gefin eru ...sem er metið með... verkefnum/prófum
lesa úr stærðfræðilegum upplýsingum ...sem er metið með... verkefnum/prófum
beita skipulegum aðferðum við lausn verkefna sem tengjast námsefninu ...sem er metið með... verkefnum/prófum.
Í áfanganum er gert ráð fyrir leiðsagnarmati sem byggir á því að nemandinn fái með reglulegum og skipulegum hætti upplýsingar um hvernig hann stendur í náminu. Námsmat byggist á verkefnum sem nemendur vinna í kennslustundum og utan þeirra, skriflegum prófum sem lögð eru fyrir nemendur (bæði kaflaprófum yfir önnina og yfirlitsprófi í lok hennar) auk virkni nemenda í kennslustundum.