Í áfanganum er lögð áhersla á nákvæmni í framsetningu við lausnir verkefna og dæma. Fjallað er almennt um föll og logra, en aðalefni áfangans er markgildi falla og deildunarreikningur.
STÆR2VH05(22)
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
vaxtarhraða falla
markgildi falla
deildunarreglum allra helstu falla
logrum og vísisföllum.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
finna markgildi falla
reikna hallatölu falla
deilda allar helstu gerðir falla
nota deildunarreglur, s.s. keðjuregluna og reglu um deildun margfeldis falla
nota logra.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skrá lausnir sínar og vinna á skipulegan hátt ...sem er metið með... verkefnum/prófum
útskýra hugmyndir sínar og verk ...sem er metið með... verkefnum/prófum
fylgja fyrirmælum sem gefin eru ...sem er metið með... verkefnum/prófum
lesa úr stærðfræðilegum upplýsingum ...sem er metið með... verkefnum/prófum
beita skipulegum aðferðum við lausn verkefna sem tengjast námsefninu ...sem er metið með... verkefnum/prófum.
Í áfanganum er gert ráð fyrir leiðsagnarmati sem byggir á því að nemandinn fái með reglulegum og skipulegum hætti upplýsingar um hvernig hann stendur í náminu. Námsmat byggist á verkefnum sem nemendur vinna í kennslustundum og utan þeirra, skriflegum prófum sem lögð eru fyrir nemendur, bæði kaflaprófum yfir önnina og yfirlitsprófi í lok hennar, auk virkni nemenda í kennslustundum.