Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1526058428.61

    Heildunarreikningur
    STÆR3HI05(41)
    91
    stærðfræði
    Heildun og deildarjöfnur
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    41
    Í áfanganum er fjallað um heildi allra helstu falla. Farið er yfir heildunaraðferðir á margfeldi falla og á samsettum föllum. Fjallað er um hvernig rúmmál hluta er reiknað með heildun. Jafnframt er farið yfir fyrsta stigs línulegar deildarjöfnur og lausnaraðferðir á þeim.
    STÆR3DF05(31)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • heildun venjulegra falla og tengslum heildunar og deildunar
    • heildun margfeldis falla
    • heildun samsettra falla
    • notkun heildunar við að finna rúmmál hluta
    • lausnaraðferðum á línulegum deildarjöfnum.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • heilda allar helstu gerðir falla
    • beita reglum um heildun margfeldis falla og samsettra falla
    • reikna rúmmál hluta
    • leysa línulegar deildarjöfnur.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skrá lausnir sínar og vinna á skipulegan hátt ...sem er metið með... verkefnum/prófum
    • útskýra hugmyndir sínar og verk ...sem er metið með... verkefnum/prófum
    • fylgja fyrirmælum sem gefin eru ...sem er metið með... verkefnum/prófum
    • lesa úr stærðfræðilegum upplýsingum ...sem er metið með... verkefnum/prófum
    • beita skipulegum aðferðum við lausn verkefna sem tengjast námsefninu ...sem er metið með... verkefnum/prófum.
    Í áfanganum er gert ráð fyrir leiðsagnarmati sem byggir á því að nemandinn fái með reglulegum og skipulegum hætti upplýsingar um hvernig hann stendur í náminu. Námsmat byggist á verkefnum sem nemendur vinna í kennslustundum og utan þeirra, skriflegum prófum sem lögð eru fyrir nemendur, bæði kaflaprófum yfir önnina og yfirlitsprófi í lok hennar, auk virkni nemenda í kennslustundum.