Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1528214774.11

    Heilsa og lífstíll
    LÍFS1HS05(AV)
    84
    lífsleikni
    Heilbrigður lífsstíll, heilsulæsi með sértaka áherslu á næringu
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    AV
    Í áfanganum er lögð áhersla á að efla sjálfsmynd nemandans og trú hans á eigin getu en jafnframt gera hann meðvitaðan um þá ábyrgð sem hann hefur í samskiptum við aðra. Gerð er krafa um að nemandinn skoði markvisst persónu sína og endurskoði markmið sín og lífstíl. Nemandinn aflar sér þekkingar á nærumhverfinu og samfélaginu í heild og vinnur með eigin styrkleika. Fjallað verður um siðfræðileg álitamál og þátttöku í lýðræðislegu samfélagi, samfélagsréttindi og skyldur, virðingu, manngildi og gagnrýna hugsun og nemandanum kynnt hvernig hann getur haft bein og óbein jákvæð áhrif á samfélag sitt. Fjallað verður um val nemanda varðandi lífsstíl s.s. mataræði og hreyfingu, áhugamál, menntun og starfsvettvang og stuðlað að styrkingu félagstengsla milli nemenda. Nemandinn er hvattur til að yfirfæra þekkingu og vinnubrögð sem hann öðlast yfir á aðrar námsgreinar og út í lífið almennt. Nemandinn fær tækifæri til að vinna við margvísleg viðfangsefni á fjölbreyttan og skapandi hátt og aðstoð við að glöggva sig á námsleiðum skólans og kröfum hugsanlegra viðtökuskóla eða atvinnulífs.
    engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þýðingu þess að lifa í samfélagi við aðra
    • framtíðarmöguleikum sínum og mikilvægi þess að nýta hæfileika sína
    • mikilvægi markmiðasetningar og leiðum að settum markmiðum
    • mikilvægi hreyfingar, hvíldar, mataræðis og annarra heilbrigðra lífshátta
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skoða eigið heilbrigði og eigin velferð
    • setja sig í spor annarra, sýna umburðarlyndi og samkennd
    • beita gagnrýninni hugsun og spyrja sjálfan sig og aðra spurninga
    • bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum
    • taka þátt í umræðum og tjá eigin skoðanir
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • stunda árangursríkt nám á framhaldskólastigi og taka ábyrgð á eigin námi
    • auka færni sína í mannlegum samskiptum
    • bæta eigin vinnubrögð og samstarf við aðra
    • taka ábyrgð á eigin lífi og vera meðvitaðri um að daglegar ákvarðanir og breytni hafa áhrif til framtíðar
    • verða betur meðvitaður um sjálfan sig, áhugasvið sitt og styrkleika
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá.