Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1529399217.73

    Art of Crime
    ENSK3CR05
    60
    enska
    Art of Crime
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    MA
    Áfanginn er valáfangi fyrir nemendur á 3. ári. Margir nemendur stefna á háskólanám í félagsgreinum og þessi enskuáfangi er saminn sérstaklega með þarfir þess hóps í huga og sem svar við því að megin hluti af háskólanámi í félagsgreinum fer fram á ensku. Lögð er áhersla á að enskur orðaforði sem er kynntur og notaður í þessum áfanga sé á sviði sálfræði, félagsfræði og mannfræði, ásamt góðum almennum orðaforða í ensku. Í áfanganum verða skoðaðar sögur af alvöru glæpum frá enskumælandi löndum, frægar glæpabókmenntir eftir enskumælandi höfunda, einnig sögur af kunnum morðingjum og rannsóknir á glæpahegðun. Farið er í margvíslegt efni sem tengist þessu, svo sem texta, hlustunarefni, margmiðlunarefni og fleira. Nemendur vinna í hópum eða að einstaklingsverkefnum og nýta sér orðabækur og rafræn hjálpargögn. Áhersla er lögð á sjálfstæð og öguð vinnubrögð.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • ýmsum málefnum tengdum glæpum í samfélagslegu samhengi
    • birtingamyndum glæpa í dægurmenningu, bókmenntum og fleiru
    • uppbyggingu glæpatengdra bókmenntatexta og sjónvarpsþátta og mynda
    • flóknari og sértækari orðaforða sem tengist efni áfangans
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • taka virkan þátt í samskiptum og beita málfari við hæfi
    • skrifa skapandi texta og tjá munnlega
    • lesa og greina bókmenntaverk
    • greina söngtexta
    • lesa texta sem byggja á sértækum orðaforða
    • fylgast með söguþræði og átta sig á uppbyggingu bíómynda og sjónvarpsþátta
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tjá sig á skýran og áheyrilegan hátt og taka þátt í umræðum
    • skrifa ýmiskonar texta og láta ímyndunaraflið og sköpunargleðina að njóta sín
    • skilja án teljandi vandkvæða nokkuð flókna texta
    • lesa á milli línanna og átta sig á dýpri merkingu í texta og sjónvarpefnis
    • átta sig á tengslum og skyldueika í uppbyggingu glæpasagna og tengds sjónvarpsefnis.
    Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá.