Fjölmargir hópar, hérlendis sem erlendis, telja sig ekki njóta grundvallarmannréttinda í samfélaginu. Sem dæmi má nefna flóttamenn, fatlaða, hinsegin og kynsegin fólk og ýmsa þjóðernishópa. Í áfanganum er fjallað um mannréttindabrot í heiminum og saga lýðræðis og mannréttinda rakin í stuttu máli, með áherslu á mannréttindabaráttu 20. og 21. aldar. Í áfanganum verður farið í saumana á þeim mannréttindasamningum og sáttmálum sem Ísland á aðild að. Áhersla er lögð á að auka víðsýni nemenda, öguð, gagnrýnin og sjálfstæð vinnubrögð og að tengja námsefnið við reynsluheim þeirra.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
grundvallarhugtökum sem tengjast lýðræði, jafnrétti og mannréttindum