Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1529404758.91

    Lýðræði og mannréttindi
    FÉLA2LM05(MA)
    38
    félagsfræði
    Lýðræði og mannréttindi
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    MA
    Fjölmargir hópar, hérlendis sem erlendis, telja sig ekki njóta grundvallarmannréttinda í samfélaginu. Sem dæmi má nefna flóttamenn, fatlaða, hinsegin og kynsegin fólk og ýmsa þjóðernishópa. Í áfanganum er fjallað um mannréttindabrot í heiminum og saga lýðræðis og mannréttinda rakin í stuttu máli, með áherslu á mannréttindabaráttu 20. og 21. aldar. Í áfanganum verður farið í saumana á þeim mannréttindasamningum og sáttmálum sem Ísland á aðild að. Áhersla er lögð á að auka víðsýni nemenda, öguð, gagnrýnin og sjálfstæð vinnubrögð og að tengja námsefnið við reynsluheim þeirra.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grundvallarhugtökum sem tengjast lýðræði, jafnrétti og mannréttindum
    • þróun mannréttinda í heiminum
    • tilgangi réttindabaráttu ýmissa valdra minnihlutahópa, s.s. fatlaðra, hinsegin og kynsegin fólks
    • mikilvægi þess að hafa áhrif og geta beitt sér í samfélaginu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita ýmsum hugtökum sem tengjast jafnrétti, lýðræði og mannréttindum
    • greina hvenær réttindi fólks eru brotin
    • taka afstöðu í álitamálum og koma skoðunum sínum á framfæri í ræðu og riti
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • leggja mat á upplýsingar um brot á réttindum fólks og viðbrögð samfélagsins við því
    • geta litið á samfélagið frá ólíkum sjónarhornum og með gagnrýnum augum
    • sýna ábyrgð og sjálfstæði í vinnubrögðum
    Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá.