Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1529405767.68

    Parísarferð
    FRAN2PA05(MA)
    16
    franska
    parís
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    MA
    Markmið áfangans er að kynna höfuðborg Frakklands París á sem fjölbreyttastan hátt. Fléttað er inn í kennsluna og verkefni nemenda færniþáttunum fjórum; lesskilningi, tali, hlustun og ritun. Nemendur afla sér þekkingar á sögu borgarinnar, menningu, helstu kennileitum, daglegu lífi íbúanna og kynna fyrir hópnum á frönsku eða íslensku. Heimildarefnin eru nytjatextar, svo sem blaða- og tímaritsgreinar, sönglög, fræðslu- og skemmtiefni, heimildarmyndir og leikið efni um borgina. Eftir nokkurra vikna vinnu er farið til Parísar þar sem nemendur fara í skoðunarferðir og afla sér efni til kynningar. Eftir heimkomuna vinna nemendur með þetta efni á fjölbreyttan hátt. Ætlast er til frumkvæðis af hálfu nemenda hvort sem er við tæknilegur útfærslur eða hugmyndasmíð. Mikið er lagt upp úr sjálfstæði og skipulögðum vinnubrögðum hjá nemendum.
    Þrír áfangar í frönsku
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að ná leikni- og hæfnimarkmiðum áfangans
    • viðeigandi orðaforða sem er nauðsynlegur til að bjarga sér við mismunandi aðstæður í franskri stórborg
    • sögu Parísar, uppbyggingu hennar og skipulagi
    • umhverfi Parísar, fengið innsýn í menningu, sögu og siði borgarinnar
    • daglegu lífi íbúa Parísar, samgöngum og atvinnulífi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja talað mál kennara og annarra í hópnum
    • skilja talað mál við mismunandi aðstæður daglegs lífs
    • taka þátt í einföldum samræðum um efni sem hann þekkir eða hefur áhuga á
    • rita frönsku í einföldu formi í nútíð og þátíð
    • beita kurteisvenjum og málvenjum sem eiga við í mismunandi samskiptum og aðstæðum
    • segja frá sjálfum sér og atburðum í nútíð og þátíð
    • rita frásögn í þátíð þar sem hann segir frá sjálfum sér og athöfnum sínum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • taka þátt í einföldum samræðum og nota mismunandi samskiptaform eftir aðstæðum
    • afla sér upplýsinga á vettvangi t.d. í viðtölum
    • lesa og túlka upplýsingar til að bjarga sér í franskri stórborg
    • eiga samskipti við fólk sem hefur frönsku að móðurmáli, til að afla sér upplýsinga og fá þjónustu
    • geta sagt frá sjálfum sér og tilgangi ferðarinnar sem hann er í
    • geta útskýrt í rituðu máli ýmislegt sem varðar reynslu hans af dvöl í frönskumælandi borg
    • meta eigið vinnuframlag og framfarir í áfanganum
    • þróa með sér aga, metnað, sjálfstæð vinnubrögð, jákvæðni og trú á eigin getu í frönskunámi
    Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá.