Nemendur kynnast fjölbreyttum heimi bókmennta, íslenskra og erlendra. Nemendur lesa nokkrar skáldsögur sem þeir velja í samráði við kennara. Annars vegar mæta nemendur í einkaviðtöl til kennara en hins vegar koma þeir saman í hóptímum, fjalla um sögur sínar og kynna fyrir nemendahópnum. Auk þess verða smásögur lesnar, þær ræddar og helstu bókmenntahugtök rifjuð upp. Í áfanganum er lögð áhersla á vinnusemi og sjálfstæð vinnubrögð nemenda.
Náttúru- og menningarlæsi
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mikilvægi lestrar
að bókmenntir eru spegill samfélaga og sýna fjölbreytileika þeirra
helstu bókmenntahugtökunum
formi og innihaldi smásagna annars vegar og skáldsagna hins vegar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
greina smásögur og skáldsögur og átta sig á muninum á þeim
lesa á milli línanna
fjalla um bókmenntir
ígrunda, ræða og rökstyðja til að komast að niðurstöðu sem sett er fram á skýran hátt
vinna að fjölbreyttum og skapandi verkefnum er snúa að bókmenntum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
dýpka og auka lesskilning sinn á bókmenntum af ýmsu tagi og verða þar með færari lesandi
auka og bæta við orðaforða og málskilning
leysa fjölbreytt verkefni tengd bókmenntum
skrifa eigið efni og meta á gagnrýninn hátt verk annarra
dýpka skilning sinn á fjölbreyttum samfélögum og margbreytileika fólks í gegnum skáldskap
ræða um bókmenntir og gera grein fyrir máli sínu með rökum
Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá.