Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1529407467.03

    Víman, listin og lífið
    VÍMA2LL05
    1
    Víman, listin og lífið
    Víman, listin og lífið
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    MA
    Fjallað verður um fíkn, vímuefni, meðvirkni, forvarnir, meðferð, heilbrigðan lífsstíl og ýmis hættumerki. Eftir föngum verður efnið tengt við listgreinar og lífið sjálft og verða tekin skýr dæmi úr bókmenntum, tónlist, bíómyndum og af götunni. Uppgötvun, rannsóknir og vinna nemenda skipar stóran sess auk fræðslu kennara og gestafyrirlesara.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • algengustu vímuefnum, eðli þeirra og áhrifum
    • sögu og þróun vímuefnaneyslu í menningarsamfélögu
    • hugtökum á borð við fíkn, afneitun, forvarnir og meðvirkni
    • afleiðingum fíknar fyrir neytandann og aðstandendur
    • tengslum fíknar við ýmsar geðraskanir
    • heilbrigðu félagslífi, áhættuhegðun og mismunandi lífsstíl
    • meðferðarúrræðum er tengjast fíkn
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota gagnrýna hugsun í umræðu um vímuefnamál • rýna í og meta rannsóknir og önnur gögn
    • tjá tilfinningar sínar og skoðanir
    • nota verkfæri sem efla sjálfsmyndina
    • vinna sjálfstæðar rannsóknir
    • vinna skapandi verkefni
    • velta fyrir sér valkostum lífsins á gagnrýninn hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tjá sig um viðhorf sín í ræðu og riti og miðla af þekkingu sinni
    • vinna sjálfstæðar rannsóknir og skapandi verkefni
    • meta á gagnrýninn hátt upplýsingar úr fræðum og dægurmenningu
    • standa með sjálfum sér
    Námsmat: Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá.