Í áfanganum kynnast nemendur undirstöðuatriðum forritunar, e.t.v. með forritunarmálinu Java. Samspil vélbúnaðar og hugbúnaðar er skoðað og nemendur kynnast helstu hugtökum forritunar. Farið er yfir reikning milli talnakerfa, leifareikning og einföld röðunar reiknirit skoðuð. Nemendur þurfa að greina, hanna og smíða forrit sem leysa einföld verkefni, gjarnan stærðfræðitengd.
Námsefni kemur að mestu frá kennara og notast er við ókeypis hugbúnað við lausn verkefna en nemendur þurfa sjálfir að hafa fartölvu í kennslustundum. Einnig kynnast nemendur umbreytingarforritinu LaTeX.
STÆR3FX06
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mismunandi talnakerfum.
samspili vélbúnaðar og hugbúnaðar
samspili textaritils, forritunarkóða og þýðanda
forritun og helstu aðgerðum og hugtökum s.s. breytum, föstum, flæðisstýringu, skilyrðissetningum, lykkjum, föllum, klösum/hlutum, reikniritum og grafísku notendaviðmóti
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
umrita á milli talnakerfa
greina, hanna og smíða forrit við lausn einfaldra verkefna þar sem notast er við breytur af mismunandi tagi, skilyrðissetningar, lykkjur, föll, skipanaglugga eða grafískt notendaviðmót og klasa/hluti
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau
reikna á milli talnakerfa
greina forritunarkóða og virkni hans
greina verkefni og síðan hanna og smíða forrit við lausn þeirra
setja forritunarkóða skipulega upp með skýringum og athugasemdum
geta sjálfstætt kynnt sér önnur forritunarmál
nýta einföld reiknirit við lausn verkefna
fylgja verklýsingum við smíði forrita
Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá.