Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1529500656.75

    Útivist með jarðfræðiívafi
    JARÐ2ÚT05
    15
    jarðfræði
    Útivist með jarðfræðiívafi
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    MA
    Áfanginn byggist á útivistarferðum sem farnar verða yfir önnina. Tilgangur ferðanna er að efla umhverfisvitund nemenda og flétta saman vettvangsvinnu í jarðfræði, landafræði og líkamsrækt. Nemendur eiga að verða færir um að skipuleggja og búa sig til gönguferða. Þeir eiga að fá holla hreyfingu út úr áfanganum en um leið fá yfirsýn og þekkingu á þeim jarðfræðilegu lögmálum sem hvarvetna má sjá ummerki um. Hver ferð verður undirbúin með tilheyrandi heimildavinnu. Ferðirnar eru ekki farnar á skólatíma og gera þarf ráð fyrir að taka frá tíma til þess að ná að stunda vinnu í áfanganum.
    LÆSI2NÁ10
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • forsendum útivistar og uppbyggingu ferðaáætlana
    • mikilvægi næringar, hvíldar og virkni í tengslum við gönguferðir úti í náttúrunni
    • nauðsynlegum útbúnaði, klæðnaði og réttri líkamsbeitingu við útivist
    • notagildi jarðfræðilegrar þekkingar og mikilvægi hennar til skilnings á umhverfinu
    • samspili innrænna og útrænna afla og hvernig þekkja má ummerki eftir þau
    • hvernig eldvirkni, yfirborðsaðstæður og bergtegundir skapa ólík jarðfræðileg fyrirbæri
    • roföflunum og hvernig ólík öfl móta landið og skilja eftir sig greinanleg ummerki
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • afla sér upplýsinga um útivist og umhverfi og útbúa raunhæfa ferðaáætlun
    • útbúa sig til ferða og fara um í íslenskri náttúru og veðurfari af öryggi og virðingu
    • beita hugtökum jarðfræði og landafræði á skilmerkilegan hátt og í rökrænu samhengi
    • greina ummerki innrænna og útrænna afla við landmótun og álykta um þau
    • greina einstök náttúrufyrirbæri á víðavangi eftir útliti og eðli og geti nýtt fræðilega þekkingu sína við flokkun og túlkun jarðfræðilegra fyrirbæra
    • nýta sér möguleika til heilsuræktar í nánasta umhverfi og úti í náttúrunni
    • geta lesið í umhverfi sitt og flokkað, aðgreint og tengt atriði eftir aðstæðum og samhengi
    • draga ályktanir um ólíkar aðstæður á Íslandi varðandi landslag og jarðmyndanir
    • tengja undirstöðuþætti útivistar, landafræði og jarðfræði við umhverfi sitt og fjalla á rökrænan hátt um mikilvægi og notagildi þeirra fyrir daglegt líf.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • velja búnað fyrir gönguferðir í samræmi við aðstæður (klæðnað, næringu o.s.frv.)
    • taka þátt í útivist þar sem krafist er sérstaks búnaðar, sé fær um að meta ástand og geti breytt áætlunum af öryggi ef aðstæður breytast
    Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá.