Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1529580078.59

    Vísindasaga
    SAGA3VS05(MA)
    36
    saga
    Vísindasaga
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    MA
    Í áfanganum verður stiklað á stóru í sögu vísindanna og skoðað hvernig þau hafa mótað heimsmynd samtímafólks og þeirra sem á eftir komu. Farið verður yfir helstu uppgötvanir og kenningar frá fornöld, hugmyndafræðilega stöðnun miðalda, endureisnina og hina öru framþróun til okkar tíma. Auk þess að fá grófa mynd af vísindasögunni mun nemendum gefast kostur á að kafa dýpra í valin viðfangsefni sem tengjast þeirra áhugasviði. Sem dæmi má nefna að nemendur geta framkvæmt tilraunir, útskýrt valdar kenningar innan raun-, hug- eða félagsvísinda og skoðað sögusvið vísindanna í víðu samhengi. Kennsluhættir í áfanganum eru fjölbreyttir, hefðbundnar og sígildar aðferðir eru notaðar í bland við nýrri aðferðir og tækni samtímans. Fyrirlestrar, umræður, ýmis verkefni, bæði skrifleg og munnleg, liggja til grundvallar því starfi sem fram fer í kennslustundum.
    SAG2FM05/SAGA2SÖ05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • vísindum fornalda
    • stöðnun á vísindalegum framförum fram að endurreisn og ástæðunum sem lágu þar að baki
    • endurreisnartímabilinu og hugmyndafræðilegum rótum þess
    • vísindabyltingunni og áhrifum hennar
    • upplýsingunni
    • vísindum í nútímasamfélagi
    • helstu áhrifavöldum og frumkvöðlum í sögu vísindanna og framlagi þeirra til vísindanna
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • afla sér upplýsinga um viðfangsefni sem tengist vísindum
    • miðla frá sér vísindatengdu efni með hnitmiðuðum hætti, jafnt skriflega sem munnlega
    • taka þátt í umræðum þar sem rætt er um ýmis álitaefni tengd vísindum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • meta gæði heimilda er tengjast vísindalegu efni
    • greina kjarna málsins í umræðum sem tengjast vísindalegum álitaefnum
    • afla heimilda, meta þær og nota á viðurkenndan hátt
    • viðhafa sjálfstæð vinnubrögð og nota skapandi og gagnrýna hugsun við úrlausn verkefna
    Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá.