Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1529586000.67

    Stofnun fyrirtækja og upphaf rekstrar
    MEIS4SF05(AV)
    7
    Meistaranám
    Stofnun fyrirtækja
    Samþykkt af skóla
    4
    5
    AV
    Í áfanganum er lögð áhersla á að nemandi þekki aðferðir til að koma auga á viðskiptatækifæri og geti gert viðskiptaáætlun, markaðsgreiningu og markaðsáætlun. Nemandinn kynnist því hvað þarf til að stofna fyrirtæki og hefja rekstur. Kynnist mikilvægi góðs undirbúnings við stofnun fyrirtækis, læri um markmiðasetningu, læri að gera verkáætlun og að mæla hvort markmiðum sé náð. Fjallað verður um lög og reglur við stofnun fyrirtækja og helstu rekstrarform. Farið verður í grunnatriði sem hafa verður í huga til þess að koma vöru eða viðskiptahugmynd á framfæri. Nemandi lærir um mikilvægi vöruþróunar og þróun þjónustu við viðskiptavini, vinnur SVÓT greiningu á viðskiptahugmynd sinni. Áhersla er lögð á markaðsfræði, að auka skilning nemandans á gildi markaðsstarfs fyrir neytendur, fyrirtæki og samfélagið í heild. Fjallað er um breyttar áherslur í markaðssetningu með aukinni tækni. Áhersla er lögð á markaðsetningu á netinu og jákvæðar og neikvæðar afleiðingar þeirrar þróunar. Fjallað er um söluráðana og samval þeirra og mikilvægi kynningaráætlunar. Æskilegt er að gefa nemandanum kost á að kynnast vinnubrögðum í markaðssetningu með því að vinna að hagnýtum kynningarverkefnum á því sviði í nærsamfélaginu. Fjallað er um mikilvægi þess að hafa sjálfbærni að leiðarljósi allt frá upphafi rekstrar og að fyrirtækið móti sér jafnréttisstefnu. Nemandi lærir um viðskiptasiðferði og gildi þess fyrir fyrirtækið, viðskiptavini og samfélagið allt. Lögð er áhersla á gagnrýna hugsun og sjálfstæð vinnubrögð og að nemendur tengi námsefnið við sína atvinnugrein. Námið felst í verkefnavinnu og umræðum á kennsluvef.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mismunandi rekstrarformum og geti metið hvaða rekstrarform hentar rekstri hans best.
    • hvernig farið er að því að stofna fyrirtæki og hvaða gögnum ber að standa skil á gagnvart hinu opinbera.
    • þróun viðskiptahugmyndar/vöru eða þjónustu og ferlinu við að stofna og reka fyrirtæki.
    • viti hvar hægt er að leita eftir stuðningi, ráðgjöf og fjármagni við stofnun fyrirtækis.
    • markmiðasetningu og hversu mikilvægt er að setja sér markmið.
    • viðskiptaáætlun (markaðsmál, fjármál, starfsmannahald, skipulag).
    • þýðingu markaðsstarfs fyrir fyrirtæki og samfélag.
    • mikilvægi samkeppnisgreiningar og markaðshlutunar í öllu markaðsstarfi.
    • mikilvægi ímyndar vöru og fyrirtækis.
    • hugtökum varðandi vörur og vöruþróun.
    • samvali söluráða og kaupvenjum neytenda.
    • breytingum í markaðsstarfi og neikvæðum áhrifum markaðsstarfs.
    • félagslegri og samfélagslegri ábyrgð og mikilvægi sjálfbærni í rekstri.
    • þeim ávinningi á vinnustað þar sem jafnrétti er haft að leiðarljósi.
    • góðu og samfélagslega viðurkenndum gildum í viðskiptasiðferði.
    • verklýsingum og tilboðsgerð
    • uppsetningu og frágangi tilboða
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skipuleggja vinnu sína fram í tímann, vera skapandi í hugsun og sjálfstæður í vinnubrögðum.
    • geti staðið skil á gögnum til hins opinbera í upphafi rekstar.
    • geta þróað viðskiptahugmynd/vöru eða þjónustu með markaðsetningu í huga.
    • setja sér markmið og leiðir að þeim.
    • greina kynningarefni.
    • beita samvali söluráða.
    • skoða kaupvenjur einstaklinga og framkvæma markaðshlutun.
    • framkvæma samkeppnisgreiningu.
    • gera markaðsáætlun.
    • gera áætlun til að auka sjálfbærni reksturs.
    • gera jafnréttisáætlun.
    • gera stefnu um viðskiptasiðferði og góða viðskiptahætti.
    • gera verklýsingar og reikna út einingarverð
    • gera tilboð
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sýna ábyrgð og frumkvæði við vinnu sína.
    • tileinka sér gagnrýna hugsun við frumkvöðlastarf og fyrirtækjarekstur og hlusta óhlutdrægt á gagnrýni og ráðgjöf.
    • stofna og reka lítið fyrirtæki.
    • vinna að markaðs- og viðskiptaáætlun.
    • koma vöru í framleiðslu og sölu og vinna sífellt að vöruþróun og þróun þjónustu.
    • fjalla um áreiti frá markaðnum á gagnrýninn hátt.
    • leysa af hendi markaðshlutun og samkeppnisgreiningu.
    • setja saman vel rökstutt val á söluráðum.
    • vinna kynningarefni og velja boðleiðir.
    • sjá hvar í fyrirtækinu er tækifæri til meiri sjálfbærni og finna leiðir að henni.
    • hrinda í framkvæmd jafnréttisáætlun og fylgja henni eftir með reglubundnu mati.
    • stunda góða og viðurkennda viðskiptahætti.
    • setja saman verklýsingu og gera útboðsgögn
    • reikna út einingarverð og ganga frá tilboði
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.