Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1529588319.58

    Bókhald og skjalavarsla
    MEIS4BS05(AV)
    None
    Meistaranám
    Bókhald, Skjalavarsla
    for inspection
    4
    5
    AV
    Fjallað er um grundvallaratriði tvíhliða bókhalds. Nemandanum er gerð grein fyrir hlutverki bókarans og tilgangi bókhaldsins. Algengustu reikningar eru kenndir fyrst og flokkun þeirra í eignir, skuldir, gjöld og tekjur. Farið í dagbókarfærslur, prófjöfnuð, opnun og lokun höfuðbókar, tengsl hennar við dagbók og gerð efnahags- og rekstrarreiknings. FOB og CIF skilmálar útskýrðir og munurinn á eðli sölu- og innkaupakostnaðar. Farið yfir reglur um virðisaukaskatt og hvernig þeim er beitt í bókfærslunni. Unnið með uppgjör virðisaukaskatts og uppgjörsfærslur, launaútreikninga og launatengd gjöld. Kynnt er tölvubókhald, bókhaldslyklar, fylgiskjöl og varðveisla þeirra og annara bókhaldsgagna. Farið í afstemmingar og leiðréttingafærslur og lögð áhersla á að nemandinn geti gert grein fyrir ofantölum þáttum og greint bókhaldslegar upplýsingar. Fjallað er um uppsetningu ársreikninga og helstu kennitölur. Hvernig lesa á úr ársreikningum til að geta metið stöðu fyrirtækja út frá honum. Lögð áhersla á að nemandinn læri hvar hann getur leitað sér þekkingar um bókhaldstengd málefni og ráðgjöf. Mikil áhersla er lögð á vönduð vinnubrögð nemanda og góðan frágang.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunnhugtökum bókfærslu og bókhaldsjöfnunni.
    • helstu lögum um bókhald.
    • sambandi dagbókar, höfuðbókar, reikningsjafnaðar og efnahags- og rekstrarreiknings.
    • þekki flokkun, merkingu og varðveislu fylgiskjala.
    • tölvubókhaldi og reglum þar að lútandi.
    • mikilvægi afstemminga við uppgjör.
    • ársreikningum og helstu kennitölum.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • færa dagbókarfærslur og stilla upp prófjöfnuði.
    • setja upp reikningsjöfnuð, efnahags- og rekstrarreikning.
    • gera upp viðskipti fyrir ákveðið tímabil með athugasemdum.
    • gera upp virðisaukaskatt og útbúið virðisaukaskattskýrslur.
    • skrá, bóka og bakfæra fylgiskjöl.
    • útbúa launaseðla og skilagreinar launatengdra gjalda.
    • lesa úr ársreikningum.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nýta niðurstöður dagbókar og reikningsjafnaðar til að leggja mat á rekstur fyrirtækisins.
    • geti greint upplýsingar úr bókhaldinu og nýtt sér þær til markvissrar upplýsingaöflunar og skýrslugerðar.
    • geti nýtt sér upplýsingasíður á netinu um bókhald og ráðgjöf varðandi það.
    • geti dregið saman upplýsingar til uppgjörs hjá endurskoðanda.
    • geti nýtt sér ársreikninga til að meta stöðu fyrirtækja.
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.